Vorið - 01.12.1950, Blaðsíða 17

Vorið - 01.12.1950, Blaðsíða 17
V O R 1 Ð 135 verði fyrir neinum óþægindum af þessu. Nei-nei. Fyrir alla muni,“ sagði Sigurborg og handlék vettl- ingana sína. „Jú, Sigurborg mín. Það verða þeir að gera, og svo verða þeir að biðja yður afsökunar á þessu öllu,“ mælti skólastjórinn. ,,Við skulum nú ekki tala neitt um það,“ mælti Sigurborg og hand- lék vettlingana vandræðalega. ,,En — en — gæti ég ekki fengið að sjá drengina snöggvast. Mig langar til að tala fáein orð við þá.“ „Jú, það er velkomið, Sigurborg,“ mælti skólastjórinn. „Ég skal senda eftir þeim.“ Skólastjórinn gekk fram fyrir, en kom aftur að vöraiu spori. Sigurborg handlék enn vettling- ana. „Ég má arinars skammast mín fyrir að gera allt þetta ónæði út af svona smámunum," mælti hún af- sakandi. „Það er óþarfi, Sigurborg mín,“ mælti skólastjórinn. „Mér þykir mjög vænt um, að þér skylduð koma og láta inig vita um þetta. Ég hefði rneira að segja þurft að vita þetta fyrr.“ Nú var drepið á dyrnar og einn af kennurum skólans vísaði þeim |óa, Stjána og Pétri inn. Jói gekk fyrstur, og það var auð- séð, að harrn lijóst ekki við neinu góðu og var dálítið skömmustuleg- ur á svipinn, en þegar hann sá Boggu á Bakka, Jróttist hann vita, að hún hefði klagað þá félaga. Hann setti hendurnar í buxnavas- ana, kippti upp um sig buxunum og setti upp þrjózkusvip. Stjáni kom næstur. Hann var í langleitara lagi og reyndi að breiða eins konar kuldaglott um andlitið. Pétur rak lestina og hafði sett upp ólundartotu. Allir bjuggust þeir við harðri ákæru frá Boggu, og hver þeirra reyndi að búast til varnar, eins og ástæður leyfðu í svipinn. „Þessa konu langar til að tala fá- ein orð við ykkur, drengir mínir," mælti skólastjórinn. Drengirnir gutu augunum upp á Sigurborgu og voru ráðnir í að láta ekki í minni pokann, fyrst hún þurfti að fara að klaga þá. Nú stóð Sigurborg upp. Það var komin festa í svipinn, og Jrað var auðséð, að hún vissi ,hvað hún vildi, eins og herforingi, sem ætlar að framkvæma þaulhugsaðar hernað- araðgerðir. „Komið þið sælir, drengir mín- ir,“ sagði Sigurborg vingjarnlega og heilsaði öllum drengjunum með handabandi. Þeir félagar heilsuðu allir með hangandi hendi, en tóku þó undir kveðjuna nreð dræmingi. Þeir höfðu eiginlega ekki búizt við svona mót- tökum. Þetta kom flatt upp á þá og þeir vissu ekki í svipinn, hvernig þeir ættu að bregðast við. „Þið hafið stundum verið að

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.