Vorið - 01.12.1950, Blaðsíða 8

Vorið - 01.12.1950, Blaðsíða 8
126 VORID dvala. Andardrátturinn-er snöggur og þungur, og stórir svitadropar glitia á fíngerðuhörundinu.Grann- ar og máttvana hendur hreyfast í sífellu. Þær eru eins og vænglama fuglar; sem finna hvergi ró. Ung stúlka í ljcsum hjúkrunar- búningi stendur við gluggann og starir út í næturmyrkrið. Hún er döpur í bragði, eins og þungir skuggar hvíli yfir sál hennar. Eng- inn veit til hlítar þá harmasögu, sem varð þess valdandi, að hún kaus sér þetta starf. Hún þráir gleymsku, en fær þó ekki gleymt. Hún þráir fórn, en finnur ekki það, sem hún leitar að. Og þó — stundum virðist nokkur fróun í stritinu. Einkum í þágu veikra og vanmátta. Unga stúlkan snýr sér mjúklega að sjúklingnum. Hugur hennar er fullur samúðar og mildi. Hún þerr- ar svitann af brennheitu enni kon- unnar. Síðan dælir hún lyfi í grann- an og sjúklegan handlegg hennar og býr hana á allan liátt undir síð- ustu baráttuna. Hún er örugg, en varfærin í hreyfingum, eins og sá, er kann og skilur hlutverk sitt. Allt er kyrrt og hljótt. Unga stúlkan sezt við gluggann og styð- ur hönd undir kinn. Hún lokar augunum, — og örfáar mínútur gleymir hún stund og stað. Allt í einu glaðvaknar hún og lít- ur í kringum sig. Henni virðist sjúklingurinn anda rólegar, líkt og í værum svefni. Það er eins og stofan hafi breytt um svip. Djúpur og mildur friður vefst um sál hinnar einmana vökukonu. Skyndilega hefur tómleikinn þok- azt burt úr hug liennar. Hún finn- ur ekki lengur hina þjakandi van- máttarkennd. Hugur hennar er gagntekinn af nýjurn þrótti og birtu. Vökukonan lýtur niður að sjúkl- ingnum, sem virðist sofa djúpum, eðlilegum svefni. Skyldi batinn vera að korna, svona snöggt og óvænt? Það væri kraftaverk, — einkenni- legt, dásamlegt kraftaverk. Og unga stúlkan lofar Guð í hljóði. Sjálfsagt á þessi veikbyggða sveitakona einhverja nána ástvini, sem þrá hana og biðja fyrir henni. Unga stúlkan er rík af samúð og góðvilja. Hún þekkir sorg og söknuð, þótt hún sé ung að árum. Oft hefur henni fundizt lífið svo ótrúlega miskunnarlaust og líkast því, sem hending ein réði úrslit- um. En á þessari nóttu vaknar ný og bjartari lífstrú í vitund hennar, án þess að hún geri sér fulla grein fyr- ir hvað því veldur. Um morguninn er lnin óvenju- lega hress og glöð. Ef til vill er það vegna sjúklingsins, sem nú er að vakna af værum blundi, og hefur,

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.