Vorið - 01.12.1950, Blaðsíða 38

Vorið - 01.12.1950, Blaðsíða 38
156 VORIÐ Bjössi og Addi voru í sama bekk í skólanum, og margir drengir ö£- unduðu þá af því, hvað þeir kunnu vel. Þeir voru alltaf hæstir yfir all- an skólann. Drengirnir stríddu Bjössa oft af því, að hann var með Adda, en hann var í bættum hux- um og peysum. Húfan hans var gömul og slitin, en húfur hinna drengjanna nýjar og fallegar. Það var eitt kvöld, að Bjössi kom að vitja um Adda, en það var mjög sjaldan, að þeir fengju að fara út, en nú vildi svo vel til, að báðir fengu að fara út. Það var alstirndur himinn og fullt tungl. Allir voru að fara út á skauta, því að mjög gott svell var á tjörninni, börn úr sama bekk og Bjössi og Addi og margir fleiri. Nú voru þeir komn- ir út á svellið og Addi rétt á eftir. Það hafði verið kynt bál á svellinu, svo að bjartara yrði. Sumir voru að selja gosdrykki, brjóstsykur og lakkrís og margt fleira. Allt í einu var hrópað á hjálp. Bjössi hafði dottið niður í vök. Þarna var stór vök, en allir héldu, að engin hætta stafaði af henni, því að það var svo bjart. — Addi heyrði, að það var Bjössi, sem kall- aði og hljóp þegar af stað. Þegar Addi kom að vökinni, var Bjössi alveg að missa takið á brún- inni. Þá kallaði Addi: „Reyndu að halda þér lengur, Bjössi!“ Síðan lagðist hann á magann og mjakaði sér nær og nær. Þegar hann var kominn að vakarbarmin- um, tók hann a£ sér trefilinn og henti honum til Bjössa, en hann var of stuttur. Það vantaði svolítið á, að hann næði. Addi fikraði sig betur út á vakarbarminn, og nú náði Bjössi taki á treflinum og hóf sig upp á ísskörina. En nú var Adda orðið mjög kalt, og skyndilega fékk hann aðsvif og lmeig niður. Þegar hann raknaði við aftur, lá hann í bjartri stofu, í dúmjúku rúmi með snjóhvítum sængurfötum. Bjössi lá beint á móti honum. Þá mundi hann, hvernig í öllu lá, og sá, að hann var heima hjá Bjössa. Aldrei hafði Adda komið til hugar, að hann fengi að koma inn á hið glæsilega heimili, þar sem Bjössi átti heima. Þá kom móðir Bjössa og sagði eitthvað við hann, kom svo að rúmi Adda og fór að þakka honum fyrir, að hann bjarg- aði Bjössa frá drukknun, og sagði, að liann yrði víst að liggja í nokkra daga, en hann skyldi bara liggja rólegur, því að hún sagðist skyldu koma skilaboðum til foreldra hans. Mikið þótti Adda gaman þá stuttu stund, sem hann var á heim- ili Bjössa. Allir voru svo góðir við hann. Nú var Addi kominn heim til sín fyrir nokkrum vikum. Það var kominn 20. desember og jóla- leyfið byrjað. Nú höfðu allir svo mikið að gera, því að jólin voru í

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.