Vorið - 01.12.1950, Blaðsíða 29

Vorið - 01.12.1950, Blaðsíða 29
VORIÐ 147 „Þú ætir að fara til þeirra og vera hjá þeim,“ sagði Brúnó. Hann kenndi svo í brjósti um gömlu for- eldrana hans. „Þú skilur ekki, að mér myndi verða þar ofaukið, það yrði þeim óbærilegt að hafa sífellt fyrir aug- unum hið afskræmda andlit mitt. — Nei — j^að er víst bezt að allt verði framvegis, eins og Jrað ei nú.“ Brúnó þagði, hann minntist jaess, hversu hræddur hann hafði sjálfur verið við Falk, þegar hann sá hann í fyrsta sinn. „Þetta var ekki falleg jólasaga," mælti Falk, „en nú skal ég lesa fvrir jjig eina sögu úr æfintýrum Ander- sens, áður en við háttum.“ Falk var vanur að fá bækur að láni úr alþýðubókasafninu, og svo lásu þeir hátt hvor fyrir annan á kvöldin. Annars varð Brúnó oftast að lesa, og Falk leiðrétti hann, þeg- ar hann bar orðin skakkt fram og útskýrði það, sem hann ekki skildi. Þegar kom fram í marzmánuð, fóru Jreir að búa sig undir sumar- ferðalagið á ný. Næsta sumar átti allt að verða full- komnara. Allir leikendurnir voru búnir að fá ný klæði, og í stað gamla vagnsins, voru Jreir búnir að kaupa stærfi og fallegri vagn, og meira að segja lítinn, brúnan hest, til að draga hann. Falk strengdi síð- an eins konar segldúk yfir vagninn, til að verjast vætunni, þegar rigndi. „Á farartækjunum á fólk að Jrekkjast,“ sagði Falk glaðlega, j:>eg- ar þeir óku út úr borginni dag nokkurn í marzmánuði. Aftan til á vagninum lá stórt, samanvafið tjald, senr Falk hafði fengið fyrir lítið verð, Jrað átti að breiða það á jörð- ina, þegar Brúnó og Svartipétur sýndu listir sínar. Mýsnar höfðu einnig fengið stærrá og fullkomn- ara leiksvið til að dansa á. Brúnó hafði sjálfur búið það til. Það var ofurlítill trépallur með stálvírsneti í kring. Og nú áttu Jreir grammó- fón, sem sá um hljóðfærasláttinn, hann stóð aftast í vagninum. Utan á tjaldið öðrum megin höfðu Jreir málað með stórum stöf- um: „Brýningarvinnustofa Falks“, en hinum megin: „Gamanleikara- flokkur Brúnós”. í rigninum skreið Svartipétur upp í vagninn til þeirra og hélt víst, að hann væri orðinn ákaflega virðulegur og göfugur liundur, og satt að segja hafði hann tekið miklum stakkaskiptum í seinni tíð, því að Brúnó þvoði hon- um alltaf öðru hvoru upp úr sápu- vatni og kembdi svo á eftir svarta feldinn hans. Það voru tvennar tíð- irnar fyrir Svartapétri. Áður varð hann að vaða forina á veginum, í livaða veðri sem var, og draga vagn húsbónda síns. Fremst í vagninum stóð grámálaður kassi, sem þeir Falk og Brúnó sátu á. I honum geymdi Brúnó búninga leikaranna og ann- að, sem þeim tilheyrði. En Jiegar gott var veður, gengu þeir félagar

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.