Vorið - 01.12.1950, Blaðsíða 23

Vorið - 01.12.1950, Blaðsíða 23
VO RIÐ 141 Framhaldssagan: Litli leikarinn eftir HELENE HORLYCH HANNES J. MAGNÚSSON íslenzkaði ('Framhald). „Má ég kynna ykkur, þetta er bezti vinur minn, hr. Svartipétur, og þetta er Brúnó, leikari, rnúsa- temjari og landsliornamaður, al- veg eins og við, en er nú sem stend- ur gestur okkar. Láttu nú sjá, að þú hafir fengið gott uppeldi.“ Þegar Brúnó rétti fram liöndina, rétti Svartipétur honum löppina, og leyfði honum meira að segja að klappa á hálsinn á sér. Skömmu síðar var drepið á dyr, og roskin kona, með óhreina svuntu, konr inn. Hún hélt á skutil í hendi, og á honum voru tveir diskar með einhverjum kjötrétti og tvær brauðsneiðar. Hún setti skutilinn á borðið, og sagði forvitnislega: „Jæja, Falk, þér hafið gesti í dag.“ „Já, frú Mortensen,“ sagði Falk vingjarnlega. en lét þar við sitja, þótt konan biði auðsjáanlega eftir nánari upplýsingum. Hún hagræddi diskunum á borðinu og spurði þvi næst: „Hvaðan er þessi ungi nraður?“ „Hann er frá landinu fyrir aust- an sól og vestan mána,“ sagði brýn- ingamaðurinn brosandi. „Það er nú ekki verra en vant er, Falk, þú svarar manni ætíð ein- hverjum skætingi," sagði konan gremjuleg og hvarf út úr herberg- inu. En Falk hló aðeins og sagði: „Nú lield ég, að hún rifni af for- vitni. En þú skalt ekki láta það eft- ir henni að segja henni eitt einasta orð unr þig. Hún reynir áreiðan- lega að spyrja þig spjörunum úr, og víst væri lnjn allra bezta kona, ef lrún væri ekki eins málug og luin er.“ . .Hvers vegna er hún svona mál- ug?“ spurði Brúnó. „Hún er nú sköpuð svona, vesal- ingurinn." Þegar þeir höfðu matazt, kveikti Falk í pípu sinni. Brúnó borðaði ekki nema hálfa brauðsneiðina sína, en spurði: „Má ég gefa mús- unum mínum það, sem eftir er af brauðinu?“ „Já, auðvitað — við verðum einnig að sjá um félaga okkar,“ sagði Falk. Hann skildi líka allmik- ið eftir af sinni brauðsneið og gaf Svartapétri afganginn. „Hvað er Svartipétur gamall?1'

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.