Vorið - 01.12.1950, Blaðsíða 18

Vorið - 01.12.1950, Blaðsíða 18
136 V O R I Ð kasta í rúðurnar mínar, heillakarl- arnir,1 ‘hélt hún áfram. „Er ykkur eitthvað illa við mig?“ „Nei,“ sleit Jói út úr sér. „Hvers vegna eruð þið þá að kasta í gluggann minn?“ „Ja, ég veit það ekki. Það er svo gaman að hæfa rúðurnar,“ sagði Jói. „Já, það getur vel verið, að það sé gaman,“ sagði Sigurborg. „En það er þó ekki gaman, þegar rúð- urnar brotna. Finnst ykkur það?“ »,Nei.“ „Hvað kosta rúðurnar? Við get- um vel borgað þær,“ hreytti Stjáni út úr sér, eins og hann hefði alla vasa fulla af peningum. „Þið þurfið ekki að greiða rúð- urnar, drengir mínir. En mér þykir þetta leiðinlegt, einnig ykkar vegna og vegna foreldra ykkar. Af því að ég veit líka, að þið eruð góðir drengir.“ / „Við getum hætt þessu,' ‘sagði Jói og var nú orðinn öruggari, þegar hann sá, að hér var ekkert alvarlegt á ferðinni. „Já, við skulum hætta þessu,“ sagði Stjáni, sem var nú kominn í friðar- og sáttahug. „Og svo borgum við rúðurnar," sagði Pétur, sem var orðinn dálítið háleitari. Eins og á stóð, þótti þeim öllum hyggilegast að semja frið. „Nei, rúðurnar get ég borgað sjálf,“ sagði Sigurborg. „En mér dettur nú dálítið í hug,‘ ‘hélt hún áfram. „Vilduð þið nú ekki koma heim til mín, þegar þið farið úr skólanum í dag?“ Drengirnir litu hver á annan. Þarna gerði hún enn eina óvænta árás. Hvar ætlaði þetta að lenda? Ætlaði hún nú að lokka þá heim til sín og lumbra á þeim fyrir allan prakkaraskapinn? Það var nokkur þögn. Þeir voru alls ekki við þyí búnir að mæta þessari atlögu. Sigurborg horfði á þá, og nú var hún orðin einbeitt eins og sá, sem valdið hefur. Hún var hætt að handleika vettlingana, og hún hafði rétt úr sér, en góðmennskan og vin- semdin skinu úr augum hennar. „Jæja, drengir mínir. Hvernig lízt ykkur á að koma við hjá mér um leið og þið farið heim úr skól- anum í dag?“ spurði Sigurborg enn. Nú voru drengirnir aftur orðnir niðurlútir og vandræðalegir, og þegar Sigurborgu barst ekkert svar, hélt hún áfram: „Ég skal hafa til heitt kakó handa ykkur, og svo bakaði ég dálítið af kökum í dag. Ég held, að þær séu ekkert slæmar. Borðið þið kannske ekki kökur?“ „Jú,“ sagði Jói, og ofurlítill vott- ur af brosi sást nú á andliti hans. „Hvað segið þið annars um þetta? Það er hlýtt og notalegt í stofunni minni,“ sagði Sigurborg og horfði fast á drengina. Enn varð dálítil þögn. En það var

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.