Vorið - 01.12.1950, Blaðsíða 30
148
V O R 1 Ð
meðfram vagninum, til þess að hlífa
hestinum sem mest.
Þetta sumar ferðuðust þeir um
miðhluta Jótlands. Sveitafólkið var
ekki vant við miklar skemmtanir,
og tók því með þökkum, og meira
að segja með miklum fögnuði, sýn-
ingum Brúnós.
Loks komu þeir til Viborgar, en
þegar þeir nálguðust borgina, rann
það allt í einu upp fyrir Brúnó, að
hann hafði komið þarna áður, sér-
staklega kannaðist hann vel við
kirkjuna með ferkantaða turninum.
Og þegar hann ók fram lijá kirkju-
garðinum, varð honum það á svip-
stundu Ijóst, að þetta var einmitt
staðurinn, þar sem Eyvindur átti
heima.
Þegar hann hafði hjálpað Falk til
að ganga frá vagninum og koma
hestinum fyrir, sagði hann með ótta
og kvíða í röddinni: ,,Falk, hérna á
Eyvindur heima,“ og hann benti á
rauða þakið, sem sást á milli
trjánna. „Heldur þú að ungfrú Jen-
sen muni senda mig á ,,hælið“, ef
hún veit af mér hér?“
„Nei, það kemur ekki til nokk-
urra mála. Þú segir bara, ef þú ert
spurður að því, að þú sért í minni
þjónustu, og þá verður það látið
gott heita.“
„Já, en ég er ekki fermdur — leik-
stjórinn sagði alltaf, að þess þyrfti
ekki. Er það satt?“
„Já, það er ekki alveg nauðsyn-
legt hér í litla, frjálsa landinu okk-
ar. En annars skalt þú verða ferrnd-
ur seinna. Við getum spjallað sam-
an um trúarbrögðin, og þegar þú
ert búinn að lesa dálítið í viðbót,
skal öllu verða komið í lag. En nú
held ég, að þú ættir að heilsa upp á
Eyvind og þakka lionum fyrir síð-
ast. Ég ltugsa, að honum þyki vænt
um það. En farðu í beztu fötin þín,
svo að hann sjái, að þú ert ekki
lengur neinn flækingsræfill. Og ef
þú hittir ungfrú Jensen, skaltu vera
alúðlegur við hana, því að við eig-
um að sýna öllu þessu skapstirða
fólki nærgætni og umburðarlyndi.
Það hefur sínar byrðar að bera.
Annað hvort er það í eðli sínu svona
skapi farið, og getur þá ekki að
þessu gert, eða að það hefur fengið
illt uppeldi, og það er ekki heldur
því að kenna. En um þetta skulurn
við nú tala meira síðar, drengur
minn. Þegar þú ert búinn að borða,
skaltu finna Eyvind.“
Brúnó klæddi sig nú í sparifötin
sín, lét á sig brúnu skóna, sem Falk
hafði gefið honum í jólagjöf, og
hélt síðan af stað í gegnum þorpið.
Hann gekk fram hjá kirkjugarðin-
um, þar sem hann lá og beið nótt-
ina, sem hann strauk. Hann sá
storkshreiðrið á þakinu á Litla-
Lundi undir eins og hann kom út
úr þorpinu. Og nú sá hann menn-
ina heima á bænum. Hann þekkti
þá alla, er liann gekk lreim tröðina.
(Framhald).