Vorið - 01.12.1950, Blaðsíða 20

Vorið - 01.12.1950, Blaðsíða 20
138 VORIÐ I smábarnaskóla hjá mömmu .*• .♦. . . • . • • Siggi litli og ÓIi sátu og „Iásu“ í bók, sem hún góða mamma ofan af hillu tók. „Þcssi heitir A og þessi heitir B. Það er f jarska gaman að læra á mömmu kné.“ :,: Þennan staf á pabbi og þennan kisa mín, en þessi er cins og tunglið, sem inn um gluggann skín. :,: Loks er hérna einn í laginu eins og prik, lízt mér þetta annars vera mestallt bogin strik. :,: Mamma flettir blöðunum og mamma segir frá myndunum í bókinni, sem gaman er að sjá. :,: Hér birtist æði margt, bæði grös og dýr. Hún býr til um það sögur og falleg ævintýr. :,: Já, þetta er bezti skólinn, sem þekkir nokkur enn, og þarna eru að vaxa fjarska litlir menn, :,: sem eiga jafnan skjól upp við mömmu kné. Ætli.nokkuð betra til í heiminum sé? :,: Mamma er lipur kennari, því mamma er alltaf góð, iá, mamma er næstum ótrúlega stillt og þolinmóð. :,: Þessi heitir O og þessi heitir Ó.“ Því er, mamma, húfan hans svo óttalega mjó? :,: H. J. M.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.