Vorið - 01.12.1950, Blaðsíða 26

Vorið - 01.12.1950, Blaðsíða 26
144 V O R I Ð Klukkan 8 um kvöldið var mik- i 11 mannfjöldi kominn saman í gistihúsgarðinum. Á borði einu í miðjum garðinum sáu áhorfendur tvö „músapör“, klædd eftir nýjustu tízku, dansa eftir hljóðfalli liar- monikulaganna, sem Falk lék. — Ungfrúrnar, Nelly og Flóra, voru í rauðum og bláum silkikjólum. „Sá gamli“ var í svörtum, nærskornum frakka, hann sat í ofurlitlum brúðu- stóli og spilaði með framlöppunum á litla tréfiðlu, af miklu kappi. Hann taldi sér trú um, að öll Jaessi fjörugu danslög kæmu frá fiðlunni sinnj, að minnsta kosti byrjaði hann alltaf að spila, þegar lagið heyrðist í harmonikunni. En í sama bili hneigðu „herrarnir" sig fyrir ung- frúnum, lögðu aðra framlöppina utanum Jjær og dönsuðu svo, þang- að til harmonikan þagnaði. Börnin æptu og klöppuðu sam- an lófunum í hrifningu, og full- orðna fólkið skemmti sér prýðilega. Þegar mýsnar höfðu stigið nokkra dansa, voru þær fluttar í kassann sinn, og borðið tekið burt. En þá kom Brúnó veltandi eins og hjól með slíkum hraða, að áhorfendur gátu varla greint hvað voru hendur og hvað fætur. Hann var í rauðum, nærskornum fötum. Á eftir kom Svartipétur í marglitum fötum og hermdi eftir allar hreyfingar Brúnós, en fórst Jrað svo klaufalega, að það vakti almennan hlátur. Þeg- ar Brúnó loksins nam staðar og hneigði sig, gerði Svartipétur það einnig og lagði síðan aðra löppina á brjóstið, standandi á afturlöpp- unum. Þegar fagnaðarlætin stóðu sem hæst og börnin hrópuðu og báðu um meira, gekk Falk fram og til- kynnti, að sýningin mundi verða endurtekin í þorpunum í kring næstu daga, og þá myndi skrípaleik- arinn Svartipétur sýna, hvernig liann kynni að fara með byssu. Á þennan hátt auglýstu þeir, hvar sem Jreir kornu. Þeir, sem sáu sýn- inguna í fyrsta sinn, sögðu frá henni, hvar sem Jreir komu, og næstu daga á eftir eltu börnin Jrá félaga bæ frá bæ. Fyrri hluta dags- ins gekk Falk einn milli bæjanna og brýndi hnífa og skæri fyrir fólk- ið, en á meðan bjó Brúnó allt und- ir sýninguna um kvöldið. Þegar leið á sumarið, voru Jreir búnir að vinna sér inn allmikla peninga. Og hvar sem Jreir fóru, konm Jreir sér svo vel, að Jreim var oft boðið að matast með heimilis- fólkinu, og á einum stað var Svarta- pétri gel'in byssa. Októbermánuður var hlýr og mildur og fyrri hlutinn af nóvem- ber, svo að Jjeir félagar gátu lialdið áfram ferðum sínum langt fram á liaust. En loksins, þegar fór að snjóa, tóku þeir sér far með járn- brautarlestinni til Álaborgar, þar sem Falk var vanur að dvelja á vet- urna.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.