Vorið - 01.09.1954, Side 3

Vorið - 01.09.1954, Side 3
Júlí—September 1954 3. HEFTI VORIÐ 20. ARGANGUR Sólskinsbörn. Brosfagur sólskinsdagur í Fagra- hvamrai. Þau systkinin, Hreinn og Heiða eru úti á túni og eru að snúa í ilekk. Þau eru í sól- skinsskapi í dag. Og nú skal ég segja þér af liverju það stafar. Um það er þessi saga. í dag er laugardagur. En á morg- »n ;etla systkinin í berjamó með harnastúkunni í þorpinu. Þess vegna eru þau svona glöð. „Heldurðu ekki, að veðrið verði gott á morgun?“ spyr Heiða. Hreinn gáir spekingslega til veð- tirs, eins og hann hafði séð pabba sinn gera og svarar: ,,Jú, það hugsa ég. Útlitið er gott. Kn við skulum samt hlusta á veður- spána í kvöld.“ Og laugardagurinn líður. Heyið er hirt eða rakað saman. Og um kvöldið setjast bæði börnin við út- varpið og hlusta. Fullorðna fólkið skilur fyrst ekki áhuga barnanna fyrir fréttunum, þar til Hreinn segir: „Ekki er nú veðurspáin amaleg. Vesíanandvari og léttskýjað.“ ,,Þá hlýtur að verða gott veður á morgun,“ svaraði Heiða litla. Svo taka börnin til berjaílátin sín, og að því búnu fara þau að hátta. Mammá þeirra fer að taka til handa þeim nesti í berjaferðina, en þegar hún kemur inn í svefnher- bergið, eru þau bæði enn glaðvak- andi. „Hvers vegna farið þið ekki að sofa, börn?“ segir hún. „Við getum ekki sofnað fyrir til- hlökkun," svarar Heiða litla. Og enn leið löng stund, þar til börnin sofnuðu. Sunnudagsmorgunninn rann upp, heiður og-fagur. Börnin vöknuðu snemma og klæddu sig í skyndi. Þau vildu vera tilbúin, þegar bíll- inn, senr ætlaði að taka þau með í berjamóinn, kæmi þangað. Þegar pabbi þeirra kont inn, sagði hann;

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.