Vorið - 01.09.1954, Síða 5
V O R I Ð
83
en kepptist við að tína í baukinn
sinn.
Þegar þau liöíðu tínt nokkuð
lengi, kallaði kennslukonan til
þeirra, að þau skyldu koma að
borða.
Öll börnin hlupu í spretti niður
að bílnum, dreifðu sér um móana í
kring og fóru að snæða nesti sitt.
Þau voru himinglöð þarna í sól-
skininu úti í náttúrunni.
Sum skiptust á bitum til að
bragða á nesti hvors annars. Og það
var skvaldrað og hlegið, því að allir
voru í sólskinsskapi.
Að máltíðinni lokinni sagði
kennslukonan þeim stutta sögu.
Sagan var um dreng, sem var mátt-
laus í fótunum og því rúmliggjandi.
En liann var svo námfús og
skemmtilegur, að liann las alltaf
fyrir foreldra sína, þegar þau komu
inn á kvöldin frá vinnunni. Á þann
hátt varð hann þeim til ánægju.
„Munið nú, börnin góð, að vera
foreldrum ykkar líka til ánægju, og
þakklát guði fyrir að vera heilbrigð.
Annars eruð þið regluleg sólskins-
börn, að fá svona gott veður í berja-
mónum.“
Hreini fannst undarlegt, að hún
hafði kallað þau sólskinsbörn eins
og pablti hans.
Þegar börnin höfðu lokið við að
borða, fóru allir að tína aftur. Það
hækkaði lítið í bauknum hjá
Heiðu. Henni fannst þó, að hún'
væri búin að tína mikið
„Ertu búinn að fylla?“
„Nei, ekki alveg. Viltu sjá?“
„Ég á meira eftir."
„Já, þinn baukur er líka stærri."
Þannig kölluðu börnin hvort til
o
annars.
„Ertu búinn að fylla baukinn
þinn, Hreinn?“ spurði einn jafn-
aldri lians.
,,já, rétt að segja.“
„En Heiða?“
„Nei, blessaður vertu. Það hækk-
ar lítið í bauknum hennar.“
Þegar líða tók á daginn og
Hreinn hafði lokið við að fylla
baukinn sinn, fór hann að hjálpa
Heiðu systur sinni. Hann tíndi í
bolla og hellti svo í baukinn lienn-
ar.
En Jrá kom óhappið. Heiða litla
festi fótinn í lynginu, datt og missti
niður úr ba-uknum sínum. Hreinn
hjálpaði henni að tína aftur upp í
baukinn, en ekki náðist nema lítið
eitt áf berjunum, því að hitt hafði
horl'ið niður í lyngið.
Svo keþptust þau systkinin við
að tína til að bæta upp óhappið. En
ekki auðnaðist þeim að fylla bauk-
inn. Brátt heyrðust köll kennslu-
konunnar, að tími væri korninn til
heimferðar.
Svo var lagt af stað heim. Veðrið
hélzt jrað sama og glatt var yfir
barnahópnum. En á miðri leið kom
nokkuð óvænt fyrir. Bíllinn bilaði.
()g bilunin reyndist svo alvarleg, að
ekki reyndist unnt að koma honum