Vorið - 01.09.1954, Blaðsíða 13
VO RIÐ
91
úr minninu þínu. Það er nú síð-
ur!
1. KERL. (hróðug og hallar undir
flatt): Ég ætti nú fyrst að fá að
byrja, áður en þú ferð að telja
mér trú um, að ég geti ekki getið
, upp á einum fiski! Og látum okk-
ur nú sjá. (Þegir um stund og
veltir vöngum.) Það mun þó
aldrei liafa verið hvalur?
2. KERL (kallar upp): Hvalur.
Nei, ég liefði nú munað það þá.
Nei, aldrei var það hvalur.
1. KERL: Þá hefur jrað verið há-
karl?
2. KERL.: Biddu fyrir þér! Ekki
var það hákarl.
1. KERL.: Ekki vænti ég, að það
hafi verið skata?
2. KERL.: Og vertu í eilífri náð-
inni! Það var ekki skata. Og gettu
betur!
1. KERL.: Ég er nú bráðum búin
að telja upp alla fiska í sjónum,
og man nú varla eftir öðrum en
þorski.
2. KERL.: Nei, blessuð mín. ekki
var það þorskur. Ég liefði nú
munað það þá!
1. KERL.: Þá er ekki um aðra
fiska að ræða en karfa.
2. KERL.: Nei, nei, nei, ekki var
það karfi, og gettu betur.
1. KERL.: Ja, nú dárnar mér að!
Var það þá ekki ufsi?
2. KERL.: Þar komstu með það!
Nei, ég held nú sfður. Ekki var
það ufsi.
1. KERL.: Ég er nú svo standandi
hlessa! Nú eru bráðum allir fisk-
ar búnir, nema þetta hafi verið
keila?
2. KERL.: Vertu marg krossuð,
bæði að aftan og framan! Nei,
ekki var það keila!
]. KERL. (stynur upp): Ég er nú
alveg að gefast upp, og hélt ég þó
að ég gæti upp á þessu lítilræði í
fyrstu gátu. Það liefur þá verið
steinbítur?
2. KERL. (skellir upp og slær á
lærið): Ha, lia, lia, nei, það var
ekki steinbítur! Og geta máttu
ltetur!
1. KERL. (þegir við oð hugsar sig
um): Það hefur þó vænti ég ekki
verið ýsa?
2. KERL. (verður svo bilt við, að
hún hnippir í síðuna á kerling-
unni með hnífnum, svo að hún
fellur dauð á liliðina): Jú, ýsa var
það, heillin! T j a 1 d i ð.
Ólafur Örn.
Kennarinn: „Hver var keisari í Róm,
þegar borgin brann?“
Páll: „Sámur.“
Kennarinn: „Hvaða þvættingur er
þetta?“
Páll: „Tryggur!“
Kennarinn: „Gengur eitthvað að þér,
Páll? Ertu eitthvað verri? Það var auð-
vitað Neró.“
Páll: „Já, það var alveg satt. Ég
mundi, að það var einhver hundur.“