Vorið - 01.09.1954, Qupperneq 14
92
V O R I Ð
Hún var ekki sú heimskasta.
Þetta er gamalt ævintýri um fá-
tæka bóndann og konuna hans. Það
eina, sem þau áttu hér í heimi, var
kolinn þeirra og ein hæna. Og dag
einn ákvað bóndinn að senda kon-
una sína til bæjarins til að selja
hænuna.
— Þú verður að reyna að fá gott
verð fyrir hana — sagði bóndinn —
því að annars sveltum við í hel. —
— Hve mikið á ég að heimta? —
spurði konan.
— Nú, eins og markaðsverðið er
í dag, — sagði maðurinn.
Konan tók nú hænuna og gekk
leiðar sinnar. Þegar hún var komin
í nánd við kaupstaðinn, mætti hún
kaupmanninum.
— Viltu kaupa hænuna mína? —
kallaði konan.
Kaupmaðurinn leit á liana og
hugsaði:
— Þessi kona lítur ekki gáfulega
út. Kannske ég geti fengið þarna
ódýra hænu? —
Svo sagði hann við hana: — Ja,
markaðsverðið er nú 10 aurar. —
— Fínt! — sagði konan. — Þá
kostar hænan 10 aura. —
Kaupmaðurinn fékk henni nú 10
aura, en hún afhenti honum hæn-
una og var hreykin yfir að hafa gert
svo góða verzlun.
Að því búnu gekk hún * inn í
kaupstaðinn. Hún keypti sér poka
fyrir tvo aura, og eitthvert lítilræði
fyrir tvo aura, svo stakk hún 6 aur-
unum í pokann, gekk vel fx'á öllu og
hélt heimleiðis.
Maðurinn hennar varð ösku-
vondur, þegar luin fékk honum
pokann með sex aurunum í.
— Þú ættir skilið að fá ærlegan
löðrung! — kallaði hann. — F.n ég
ætla að láta það bíða ofurlítið. Ég
ætla fyrst að fara út í heiminn og
vita, hvort ég finn nokkra konu svo
heimska sem þú ert. Og ef ég finn
einhverja, sem er heimskari en þú,
skaltu sleppa við löðrunginn. Og
svo fór hann.
Brátt kom hann að lnisi einu, og
frúin í húsinu var að horfa út um
gluggann. Þá tók hann til að hoppa
upp í loftið og teygði hendurnar til
himins. Frúin horfði á hann litla
stund, en sendi því næst þjón sinn
út til hans og lét hann spyrja, hvað
þetta ætti að þýða að láta svona.
— Ég er að reyna að komast upp
til himins — sagði bóndi. — Ég lenti
áðan í dálitlu þjarki við vin minn
þarna uppi, og hann henti mér
út. Mér er ómögulegt að finna aft-
ur gatið, sem ég datt niður um. —
Þjónninn skundaði aftur til húss-
ins og sagði frúnni allt saman. En