Vorið - 01.09.1954, Síða 17
V O R I Ð
95
og siðlegt og hvað sé ljótt og and-
styggilegt.
BJÖRG: Ekki lætur Ari eins illa og
þú, og kann líka miklu betur. —
Þó er pabbi hans nálega aldrei
heima og hjálpar honum ekki
við námið, eins og pabbi gerir þó
oftast við þig.
BÁRÐUR: Já, það er einmitt í
kvöld, sem þau ætla að koma
hingað, Anna og Ari.
BJÖRG: Það er líka alveg satt, ég
mundi það ekki í svipinn.
BÁRÐUR: Lánáðu mér greiðu. Ég
braut mína í dag.
BJÖRG: Jú, jú, auðvitað þarftu að
greiða þér áður en Anna kemur.
Heldur þú, að þú sért fullorðinn
maður, eða hvað?
BÁRÐUR: Þú ættir nú að vera að
stríða mér á Önnu, sem sjálft ert
bandvitlaus í Ara.
BJÖRG(roðnar):Þú skrökvar þessu
. nú bara til að hefna þín á mér.
BÁRÐUR: Nú, það er sagt út um
allan bæ, að þú eltir hann á rönd-
um.
BJÖRG: Þú ert nú meiri dóninn og
lygalaupurinn. Þú ert heppinn,
að pabbi er ekki hérna. Hvað
heldur þú líka að mamrna segði,
ef hún heyrði til þín?
BÁRÐUR: O, jæja. Mér væri víst
sama. Þú ert mesta stráka. . . .
BJÖRG (hendir bók af borðinu í
Bárð): Hafðu þetta, asni.
BÁRÐUR (sprettur á fætur og þríf-
ur til systur sinnar): Þú skalt. . . .
(Þá er barið að dyrum. Börnin
hætta og reyna að jafna sig.)
ARI og ANNA (í gættinni):
Komið þið blessuð!
BJÖRG og BÁRÐUR: Komið þið
sæl!
BJÖRG: Gjörið þið svo vel að
koma inn.
ANNA: Sækjnm við illa að?
BJÖRG: Nei, nei. Bárður lætur æv-
inlega eins og fífl, þegar pabbi er
ekki heima. Hann þarf alltaf að
láta passa sig. En það var gott að
þið komuð.
ARI: Sleppum nú því. Hvað eigurn
við að gera okkur til gamans í
kvöld?
BJÖRG: Spila hjónasæng.
BÁRÐUR: Nei/alls ekki. Heldur
Hanahopp.
ANNA: Við skulurn biðja Björgu
að spila á orgelið, og svo syngjum
við með hl jóðfærinu. Það er svo
gaman.
ARI: Getum við ekki komið í
landafræðileik?
BÁRÐUR: Æi, nei. Ég held að
það sé nóg að læra og stagla í skól-
anum.
ARI: Við skulum nú samt reyna að
koma okkur saman; ekki er svo
skemmtilegt að þrátta og rífast.
BJÖRG: Við gætum gripið í handa-
vinnu og sagt sögur á meðan.
BÁRÐUR: Við skulurn slökkva
ljósin, og svo skal ég segja ykkur
magnaða draugasögu, sem ég
heyrði í gær.