Vorið - 01.09.1954, Qupperneq 18

Vorið - 01.09.1954, Qupperneq 18
I 96 V O R I Ð ANNA: Er hún þá ekki ljót og ógeðsleg? BÁRÐUR: Það getur vel verið, að ykkur finnist hún ekki beint falleg. Hún er að minnsta kosti hroðaleg og ógurleg. ARI: Ekki iízt mér á þessa sögu. Getum við ekki teflt? ANNA: Við skulum þá sauma.telp- urnar, en þið teflið, karlmenn- irnir. BÁRÐUR: Við skulum leika full- orðið fólk. ARI, BJÖRG og ANNA (öll í kór): Leika fullorðið fólk! Hvernig þá? BÁRÐUR: Ég skal leika prestinn, og þið komið í heimsókn til mín. B JÖRG: Ætlar þú að leika pabba, eða hvað? BÁRÐUR: Því ekki það. Ekki er það ósiðlegt, ef ég segi og geri ekki annað en það, sem ég hef séð og heyrt til pabba. ANNA: Þú ert nú bara strákur enn og ekki getur þú leikið fullorð- inn og menntaðan mann, svo að í lagi verði. BÁRÐUR: Það mætti reyna þetta. En gætir þú leikið prestskonu, Anna, eða þú, Björg systir? ARI: Þetta gæti verið nógu gaman, ef Bárður tekur þá ekki upp á einhverri vitleysunni. BÁRÐUR: Ekkert hætt við því. En til þess að jretta geti orðið í lagi, þarf ég að ná í lykla pabba, þeir eru inni í skattholsskúffu. BJÖRG: Hvað vilt þú með lykla pabba? Þú veizt, að við megurn ekki snerta þá, nema pabbi hringi eða sendi til okkar eftir einhverju, sem hann hefur gleymt. BÁRÐUR: Nú, ég þarf að ná í síga- rettur, vindla, vínflösku og staup. Svo þarf sú ykkar, sem ætlar að leika prestskonuna, að hafa til kaffi. BJÖRG: Það held ég að þú sért orðinn bandvitlaus, Bárður. ARI: Heldur þú, að börn megi reykja, drekka áfengi og kaffi? BÁRÐUR: Ekki get ég annað skil- ið, úr því að fullorðið fólk, og það sjálfur presturinn, liefur það um hönd og veitir gestum sínum. ARI: Nei — þetta er eitur, og börn og unglingar á þroskaaldri verða að skeytingarlausum ræflum, ef þeir nota eiturlyf. BÁRÐUR: Því nota þá þeir full- orðnu þennan skaðlega óþverra? ARI: Af því að þeir eru þrælar nautnarinnar og geta ekki hætt. ANNA: Það vita allir, að vín og tó- bak, og jafnvel kaffi, er heilsu- spillandi og þar að auki dýrt, en fólkið getur ekki ha‘tt, eftir að það er orðið nautnasjúkt. BJÖRG: Já, þetta er víst alveg satt. Ég heyrði hjónin hérna í kjallar- anum tala um jjetta, og þau vildu svo gjarnan veita sér allt annað. Þau sögðust eyða þremur pökk- um af sígarettum á dag, það væru um 30 krónur á dag ,og auk þess eyða þau miklum eldspýtum og

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.