Vorið - 01.09.1954, Síða 19
V O R I Ð
97
<»
svo kaupa þau oft vín og vindla.
ARI: Svo em þeir, sem víns neyta
að ráði, ekki eins og þeim er
eðlilegt að vera og aðhafast ýmis-
legt í ölæði, sem þeir svo sjá eftir
og þurfa að skammast sín fyrir.
Við þessi fjögur skulum taka okk-
ur saman um að neyta aldrei
áfengis eða tóbaks.
BJÖRG: Ættum við ekki líka að
ganga í blótbindindi. Ef við setj-
um okkur að blóta ekki og vanda
tal okkar, verðum við hæglátari
og athugulli og komurn miklu
betur fyrirl
ANNA: Hvað skyldum við, þessi
fjögur, verða búin að eyða í tó-
bak og áfengi, þegar við værum
orðin fimmtug?
BÁRÐUR: Það væri meira fé en
við, hvert um sig, þyrftum til að
koma okkur upp góðri íbúð eða
góðu fiskiskipi.
ARI‘ Ég legg til, að við, þessi fjög-
ur, bindum þetta fastmælum:
Notum aldrei tóbak né áfengi og
reynum að forðast illan munn-
söfnuð.
BJÖRG: Já, þessu skulum við lofa
og við skulum efna það.
ANNA: Þetta vil ég og skal.
BÁRÐUR: F.ruð þið nú viss um, að
ykkur takizt þetta?
ARI: Því segir þú ekki okkur takizt
það? Eða ætlar þú ekki að vera
með?
BÁRÐUR: Mér er sagt. að þú sért
efni í skáld og takizt þér nú að
gera vísu, sem minnir okkur á
þetta loforð, þá skal ég reyna að
vera með, því að ég tími ekki að
eyða peningum mínum til þess að
gera mig ógeðslegan og líka
heimskan.
ARI. Við skulum hnoða saman
sinni vísunni hvert, til að minna
okkur á þessa mikilfenglegu
ákvörðun.
BJÖRG: Ég held að við ættum að
reyna þetta. Jafnvel þótt þetta
yrðu ekki góðar vísur, þá gæti
verið nógu gaman að reyna.
ARI: Ilér er þá mín vísa:
Notnm aldrei nikótín,
eða nokkurt eitur.
Af því verða allir svín
og ennjrá verri en geitur.
BJÖRG: Þetta er nú ekki góð vísa,
en hún getur minnt okkur á það,
sem við ætlumst til. Mín vísa er
svona:
Vín og tóbak voða er dýrt,
vont er Jrað og óhollt líka.
Ég skal duga unz ég dey,
aldrei neinu slæmu flíka.
BÁRÐUR: Sjáum til, hvað systir
* getur. Mín vísa er ])á svona:
Vín og tóbak voða er dýrt,
veldur öllum heilsutjóni.
Óska ég að ætíð stýrt
öll við fáum burt frá tjóni.
ANNA: En ekki má nú ríma tjóni
á móti tjóni. — Jæja — þetta eru
annars meiri stórskáldin, sem hér
eru saman komin. Ég er nti bara
leirskáld, enda heyrið ])ið nú