Vorið - 01.09.1954, Side 21
V O R I Ð
99
hurfu allar hans áhyggjur, og hann
flýtti sér út til að kaupa sér frakka.
En hann fór ekki í fínu fatabúðirn-
ar, en í búðir, þar sem verzlað var
nreð notuð föt.
í lítilli búð fann hann að lokunr
frakka, sem var mátulegur á hann.
Hann var hlýr, en ekki var hann
fallegur, því að hann var grænn af
elli. Hann var líka of síður, en það
óttaðist Hans ekki, því að hann
kunni að fara með nál.
Svo skipti frakkinn og peningarn-
ir um eiganda, og Hans hélt himin-
lifandi heim til sín.
Það var ekki góð lykt af frakkan-
um. Hann var bæði myglaður og
ljótur, en sem betur fór, var Hans
ekki gikkslegur.
Hann byrjaði þegar að spretta
saumunum að neðan, en þá datt allt
í einu eitthvað á gólfið, eitthvað
spegilfagurt og kringlótt. Og það
komu fleiri á eftir!
Þetta voru gullpeningar, sem
liöf'ðu verið saumaðir inn í frakk-
ann.
Það var talsverður auður, senr
geymdur var í garnla, ljóta frakkan-
um. Þegar Hans hafði reiknað, hve
mikið það var, varð hann alveg
undrandi, því að svo mikla peninga
hafði hann aldrei fyrr séð. Fyrir
honum voru þetta takmarkalaus
auðæfi. Nú gat hann lært án þess
að hugsa um, hvernig hann ætti að
fá mat og föt.
Með titrandi höirdym taldi hann
peningana einu sinni enn. Hann
gat ekki hugsað skýrt — peningar —
rniklir peningar — auðæfi — fín föt
— góður matur. —
En í sæluvímunni skaut allt í
einu upp kollinum ný liugsun: Þú
ætlar þó ekki að gerast þjófur!
Þetta eru ekki þínir peningar!
Ljóminn í augum hans hvarf, og
hann lagði peningana frá sér. En
hann gat þó ekki losnað við töfra
peninganna.
Það var ekki auðvelt fyrir þennan
fátæka námsmann, að láta af hönd-
um alla þessa peninga, en heiðar-
leiki hans sigraði. Hann tók baeði
frakkann og peningana og fór aftur
til Gyðingsins, sem seldi honum
frakkann.
Þegar Hans hafði skýrt málið,
stóð Gyðingurinn og hugsaði sig
urn áður en hann svaraði: „Ég veit
ekki, hver hefur átt þennan frakka,
hann hefur legið hjá mér í mörg ár.
En fyrst þú hefur keypt hann, þá
Iilýtur þú að eiga liann með öllu,
sem í honum er.“
,,En ef ég á samt ekki peningana
með réttu?“ sagði Hans.
Gyðingurinn klóraði sér bak við
eyrað: „Farðu til borgarstjórans og
skýrðu málið fyrir honum."
Þetta leizt Hans vel á, og hann
flýtti sér til borgarstjórans. En hann
ætlaði ekki að trúa sögu námssveins-
ins fyrr en hann sá peningana.
„Þetta eru fallegir gullpeningar,"
sagði hann. „Mér virðist, að þér