Vorið - 01.09.1954, Page 25
V O R I Ð
103
„Nú eru þeir að fara,“ sagði
Fríða.
„Pabbi hefur verið að hringja á
Rut, til þess að fylgja þeim út.“
En í stað þess að fylgja nokkrum
til rlyra, kom Rut sjálf inn, og böm-
unum sýndist hún vera eitthvað svo
skrítin á svipinn.
„Ó, frú,“ sagði hún. „Húsbónd-
inn biður yður að koma inn í skrif-
stofuna. Hann er náfölur, frú, ég
hugsa að hann hafi fengið einhverj-
ar sorglegar fréttir, þér skuluð bú-
ast við hinu versta, ástvinamissi,
bankahruni, eða einhverju þess
háttar."
„Þakka yður fyrir, Rut mín,“
sagði mamma vingjarnlega.
Því næst gekk hún inn í skrifstof-
una. Ennþá heyrðust háværar radd-
ir, og nú var bjöllunni hringt og
Rut sótti léttivagn. Því næst heyrðu
börnin lótatak niður dyraþrepin,
vagnir.n ók burtu, og útidyrahurð-
nnum var lokað. Síðan kom
mamma inn. Elskulega andlitið
hennar var hvítt, nærri því eins og
knipplingakraginn, sem hún bar
um Iiálsinn, og augun voru ein-
kennilega gljá'andi.
„Það er kominn háttatími," sagði
hún. „Rut hjálpar ykkur til að af-
klæðast."
„En þú varst búin að lofa okkur,
að við mættum vera lengi á fótum
í k öld, af því að pabbi er kominn
héi.n," sagði Fríða.
„Pabbi hefur verið kallaður uð
heiman — í verzlunarerindum," —
sagði mamma. „Farið nú undir eins
að hátta, góðu börnin mín.“
Þau kysstu mömmu sína og fóru
síðan út úr stofunni. Róberta varð
síðust, til þess að geta kysst mömmu
sína ennþá einu sinni og hvíslað að
henni um leið: „Það hafa þó von-
andi ekki komið neinar vondar
fréttir, elsku mamma? Hefur nokk-
ur dáið, eða — ---?“
„Nei, það hefur enginn dáið,“
sagði mamma, og það leit nærri því
út, sem hún hrinti Róbertu frá sér.
„Ég get ekkert sagt þér í kvöld,
vina mín. Nú verður þú að fara að
hátta."
Rut greiddi báðum litlu stúlkun-
um og hjálpaði þeim til að hátta.
Anniars var mamma alltaf vön að
gera ]>að sjálf. Þegar Rut var húin
að slökkva ljósið og komin út, rakst
hún á Pétur í stiganum.
. „Heyrðu, Rut, hvað hefur komið
fyrir?“ spurði liann.
„Vertu ekki að spyrja mig. Ég vil
ekki segja þér ósatt. Þú munt nógu
snemma fá að vita hið sanna."
Seint um kvöldið kom mamma
upp og kyssti öll börnin, sem voru
sofnuð. Róberta var sú eina, sem
vaknaði við kossinn, en hún lá graf-
kyrr og sagði ekkert.
„Ef mamma vill ekki láta okkur
vita, að luin hafi grátið,“ sagði hún
við sjálfa sig, er hún heyrði mömmu
vera að gráta í myrkrinu, „þá vilj-
um við ekki vita það.“