Vorið - 01.09.1954, Side 26
104
V O R I Ð
Þegar þau komu til morgunverð-
ar næsta morgun, var mamma farin
eitthvað að heiman.
„Farin til Lundúna," sagði Rut,
og börnin urðu að sitja ein við
borðið.
„Hér er eitthvað agalegt á seyði,“
sagði Pétur unr leið og hann braut
skurnið á egginu sínu. „Rut sagði
við mig í gærkvöldi, að við mynd-
um nógu snemrna fá að vita hið
sanna.“
„Fórst þú að spyrja hana?“ sagði
Róberta með fyrirlitningu.
„Já, það gerði ég reyndar," sagði
Pétur og var orðinn reiður. ,,/Þótt
þú gætir háttað í makindum, án
þess að láta þig nokkru skipta, hvort
mamma var sorgbitin eða ekki, þá
gat ég það ekki.“
„Mér finnst ekki rétt að vera að
spyrja vinnufólkið að því, sem
mamma vill ekki segja okkur,“ svar-
aði Róberta.
„Það er rétt, ungfrú Dyggðaljós,
haltu bara áfram að prédika."
„Ég er ekkert dyggðaljós," sagði
Fríða.
„En ég held, að Bobbí hafi rétt
fyrir sér í ]ressu.“
„Auðvitað hefur lnin alltaf rétt
fyrir sér, það finnst henni að
minnsta kosti sjálfri," sagði Pétur.
„Við skulum ekki vera vond,
hvert við annað,“ sagði Róberta og
lagði eggjaskeiðina sína á borðið.
„Ég er viss um, að eitthvað óttalega
sorglegt hefur komið fyrir, og við
skulum ekki gera það ennþá verra.“
„Mér þætti fróðlegt að vita, hver
á upphafið að því,“ sagði Pétur.
„Það þætti mér nú líka,“ sagði Ró-
lverta með áherzlu. „En —.“
„Já, datt mér ekki í hug,“ sagði
Pétur sigri hrósandi.
F.n um leið og hann fór í skólann
klappaði hann á öxlina á systur
sinni og sagði, að hún skyldi ekki
taka sér þetta mjög nærri.
Börnin koniu aftur klukkan 1 til
þess að borða, en mamma þeirra var
enn ókomin.
Hún var heldur ekki komin, þeg-
ar síðdegisteið var drukkið.
Klukkan var nærri því sjö, þegar
hún kom, og þá var hún svo þreytu-
leg.og niðurbeygð, að börnin gátu
ekki fengið sig til að spyrja hana
nokkurs. Hún fleygði sér í legu-
bekkinn, en Fríða tók battinn henn-
ar, Róberta tók af henni hanzkana,
en Pétur færði hana úr ferðaskón-
um og lét á hana mjúka inniskó.
Þegar hún var búin að drekka
einn bolla af tei, og Rut hafði
kælt höfuð henriar, því að hún
hafði höfuðverk, sagði hún:
„Góðu börnin mín, ég ætla nú
að segja ykkur nokkuð. Mennirnir,
sem komu í gærkvöldi, færðu mjög
slæmar fréttir, og pabbi verður að
vera að heiman nokkurn tíma. Ég
er fjarskalega hrygg yfir því, og nú
ætla ég að biðja ykkur að hjálpa
mér, en gjöra mér ekki enn erfiðara
fyrir,“