Vorið - 01.09.1954, Side 34

Vorið - 01.09.1954, Side 34
112 VO RI£> honum um kollinn. Svo vék hann sér samstundis að hinum drengjun- um og sagði hressilega: „Þið verðið nú að bíða stundarkorn, drengir mínir, meðan ég geri við þetta. Ég verð fljótur." Drengirnir viku strax yfir í aðra stofu, nema einn. Hann hafði verið annar „þátttakandinn" í atburðin- um. Þessir tveir snáðar höfðu verið hjólandi úti á leikvanginum (sem reyndar er bannað), og rekizt Jrar saman. Hinn síðarnefndi hafði sloppið með hruflur á fingri. Gerði læknirinn að því á skammri stundu og sneri sér síðan að Evjólfi, en svo hét sá, er hafði meitt sig í tungunni. Hann beið þarna við vaskinn, stein- þegjandi, en blóðið draup jafnt og þétt úr tungunni. Einhverjar skrámur voru líka á hálsinum og andlitinu. Þegar læknirinn hafði skoðað meiðslin, sagði hann, að ekki yrði hjá því komizt að sauma svolítið. Það væri skurður á tungubroddin- um. „Hvernig lízt þér á það vinurí" minnir mig að hann bætti við. Eyjólfur tók þessari tilkynningu þegjandi, enda gat hann illa talað, en ekki vottaði fyrir mótþróa, og ekki heldur hræðslu eða kvíða. Vafalaust hlaut þetta að verða sárt, en drengurinn var auðsjáanlega staðráðinn í að bera sig vel. Læknirinn fór nú að taka til áhöld og talaði sífellt við Eyjólt á meðan, ekki þó í neinum með- aumkunrróm, eða með áberandi vorkunnsemi, en blátt áfram og hreinskilnislega. „Þetta verður nú svolítið sárt, en ef þú verður stilltur og hreyfir þig ekkert á meðan, þá skal ég verða mjög fljótur. Ég sé að þú ert dugnaðar-piltur, sem æðrast ekki út af smámunum. Þannig á }:>að líka að vera.“ Á þennan hátt talaði læknirinn sífellt, meðan á Jressu stóð, og öllu tók þessi ellefu ára snáði með þögn os: stakri stillinoru. O O Hjúkrunarkonan kenndi sjáan- lega mjög í brjósti um Eyjólf, en hún lét ekki á Jrví bera. Ég fór auð- Vitað að dæmi hennar og stein- Jragði. Við skildum hvað læknirinn fór, enda hefðum við gert drengn- um illt eitt með Jrví að fara að aumka hann. Eyjólfur var nú settur á stól. Hjúkrunarkonan tók sér stöðu fyrir aftan hann, Jrví að hún átti að halda um höfuð drengsins, meðan læknir- inn saumaði. Við fylgdumst öll jafnvel með undirbúningnum, Eyj- ólfur ekki síður. Ég sá að hann horfði dálítið á grönnu, hring- bognu nálina, sem nú var verið að Jjræða og senn yrði stungið gegnum bólginn og blæðandi tungubrodd- inn. Ég leit eftir, hvort. ekki sæust einu sinni tár í augnakrókum hetj- unnar, en svo var ekki. Læknirinn greip Jrví næst utan um tunguna, allfast, virtist mér,

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.