Vorið - 01.09.1956, Blaðsíða 8

Vorið - 01.09.1956, Blaðsíða 8
86 V () R I Ð Afrruelissamkoma i Borgarbió á Akureyri. fúst starf. Á síðari áruni hafa þeir Marínó L. Stefánsson og Bjarni Halldórsson lengst verið gæzlumenn stúkunnar. Síðastliðinn vetur var Haraldur Magnússon gæzlumaður hennar. Halði hún með höndum tómstundastarf fyrir drengi. Akureyri hefur fram á síðustu áratugi verið mjög bindindissam- ur bær. Og þó að nú liafi nokkuð sigið á ógæfuhlið í því efni vegna hins spillta tíðaranda, þá megnuðu Akureyringar þó að flæma vínverzl- unina úr bænum fyrir 2 árum. Telja má líklegt, að barnastúkan Sakleysið eigi, með 70 ára starfi sínu fyrir börnin í bænum, nokkurn þátt í velvilja til bindindismálsins, sem hefur ríkt og ríkir í bænum. í vor var afmælis Unglingaregl- unnar minnzt í barnatímum út- varpsins. Þann 10. maí minntust barnastúkurnar á Akureyri afmælis- ins með hátíðasamkomu í Borgar- bíó á Akureyri. Þar minntist Bjarni Halldíirsson Unglingareglunnar með ræðu. Auk þess fór þar fram upplestur, einsöngur, skrautsýning og kvikmynd. Unglingareglan, eins og hver ann- ar barnafélagsskapur, sem stuðlar að göfugu uppeldi barnanna, er

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.