Vorið - 01.09.1956, Blaðsíða 33

Vorið - 01.09.1956, Blaðsíða 33
V O R I Ð 111 Úr heimi barnanna. SILUNGURINN. Það var einn fagran vormorgun, er ísa var tekið að leysa, að silungur einn synti á Jiarða spretti undir vatnsskorpunni. Þarna synti hann fram og aftur í leit að æti. Hvað var nú þetta? Stór torfa af marflóm. Silungurinn stakk sér með galopinn munninn, og gleypti munnfylli sína, hvílíkt sælgæti. Þetta endur- tók hann nokkrum sinnum. Að því búnu synti hann á burt: Ekki liafði hann synt lengi, er liann sat allt í einu fastur. Hvað gat þetta verið? Þetta var þá net veiðimannsins, þarna lá liann nú, og gat ekki hreyft sig. Eftir nokkra stund fann hann, að netið fór að hreyfast, og ekki leið á löngu þar til hann lá á þurru landi. Yfir honum stóð veiðimaður- inn, með bros á vöruin. Hann losaði liann úr netinu, og labbaði síðan syngjandi heim. Sigurbjöm Þorleifsson 11 ára, Langhúsum, Skagafj.sýslu. Kæra Vor! Mér datt í hug að skrifa þér, og segja þér sögu, sem ég bjó til sjálf. Hún heitir FUNDARLAUNIN. Elsa litla var níu ára á morgun, 10. apríl. Hún liafði ldakkað til þess í marga daga. — Hún bað mömmu sína að lofa sér að bjóða skólasystrum sínum, Dennu, Kiddý, Ingu, Lillu, Stínu, Þrúðu, Helgu, Gunnu, Dóru og Birnu. Þær voru allar á svipuðum aldri og Elsa.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.