Vorið - 01.09.1956, Blaðsíða 24
102
V O R I Ð
mannatlokkur, svo hljómsveit. Þá
kom bamaskrúðgangan, sem var
Iang-skemmtilegust. — Hver skóli
gekk undir sínum fána, en einkenn-
isbúin iúðrasveit drengja lék, en
börnin sungu með. Þess á milli
húrruðu þau og veifuðu fánum
glaðlega til áhorfenda. Þau komu
öllum í gott skap, þó að veðrið væri
leiðinlesrt. Á eitir barnaskólunum
O
komu aðrir skólar, lramhaldsskólar,
menntaskólar, háskólinn, iðnskól-
ar, stúdentalélagið. Blindraskólinn
og heyrnarleysingjaskólinn tóku og
þátt í þessum þjóðlega lagnaði. —
Blindu börnin voru sum á bílum.
Síðar um daginn var alipenn
skrúðganga. Hún tók 20 mínútur.
í henni voru ýmis félög og hljóm-
sveitir undir fánum. Skrautlegastir
voru þjóðbúningar stúlknanna hjá
ungmennafélaginu. Nokkrir piltar
voru einnig í þjóðbúningum. Fimm
piltar úr félaginu léku á fiðlur í
skrúðgöngunni. Róðrarfélagið bar
aflangan, lítinn bát, og tvær stúlkur
og tveir drengir fjórar árar. Á fána
hjúkrunarkvenna fæðingarstofnun-
arinnar var brúða, og fyrir neðan
storkur með barn í nefinu. Ofur-
lítil gamansemi var líka vel þegin í
sambandi við hátíðahöldin.
Norskum börnum þykir vænt um
þjóðhátíðardaginn sinn. Honum
fylgir söngur og glaðværð. Þjóðsöng-
ur Norðmanna er eftir stórskáldið
Björnstjerne Björnson. Fyrsta er-
indið er þannig:
Já, ég elska ættarlandið,
eins og fyrst það leit,
veðurlamið bjargabandið,
býlum stráða sveit.
Elska, elska andvörp móður,
orð míns föður liörð,
elska sagna helgan hróður,
hulu draums á jörð.
Ég hygg, að fáar þjóðir eigi jaín
hátíðlegan þjóðliátíðardag og Norð-
menn. Ogsannarlega mega íslenzku
börnin öfunda norsku börnin al
lúðrasveitum sínum.
Síðar um daginn horfði ég á
skíðastökk. Eins og kunnugt er, a
skíðaíþróttin miklum vinsældum að
fagna í Noregi. Hafði snjór verið
fluttur ofan úr fjöllum til þess að
geta haft skíðastökk þennan dag.
Hálmur var í kring fyrir neðan,
handa skíðamönnunum til að detta
í, þegar þeir komu niður brekkuna.
Þarna var fjöldi fólks saman kom-
inn. íþróttafélag gekkst fyrir þessu,
og var ágóðanum varið til sumar-
dvalar fyrir börn úr bænum.
Fyrst stukku fjórir 13—14 ára
drengir. Því næst komu skíðamenn
í alls konar dularbúningum og
skemmtu fólkinu með ýmiss konar
skrípalátum. Sumir voru í gervi
bjarndýrs, aðrir kolbítar, hermenn,
pylsugerðarmaður og strokufangi-
Þá voru þar rauðklædd hjón, seni
leiddust. Að lokum komu þrír
skíðasnillingar, sem fóru höfuð-
stökk i loftinu. Gerðu þeir þetta