Vorið - 01.09.1956, Blaðsíða 3
JÚLÍ—SEPTEMBER 1956
3. HEFTI
VORIÐ
22. ÁRGANGUR
Pegar ,, OLDUNNI" var bjargah
Óttar hafði mikið yndi af að fást
við alls konar vélar. Og þótt hann
væri aðeins 13 ára gamall, vissi liann
þó meira um alls konar vélar og
tæknilega hluti en flestir aðrir.
Hann gat larið með vélbát frænda
síns, engu síður en liann sjálfur, og
nú dreymdi hann um að verða svo
gamall, að hann mætti aka bíl.
Bezti vinur Óttars liét Leifur.
Þessir tveir drengir voru jafnaldrar,
en áhugamál þeirra voru þó ;ikaf-
lega ólík. Leifur vildi helzt alltaf
liggja í bókum, og hafði einnig
mjög gaman af að reikna. Hann
liafði engan áhuga fyrir vélum og
öðru álíka. Þannig bættu þeir félag-
arnir hvor annan upp. Ef eitthvað
var, sem annar þeirra kunni ekki
skil á, gat hinn venjulega bætt úr
því.
Þeir vinirnir áttu heima út við
liafið, á stað þeim, er nefnist Grá-
vík. Feður þeirra voru fiskimenn,
eins og afar þeirra og langafar höfðu
verið á sínum tíma, og höfðu lifað
nær eingöngu af þeirri atvinnu.
Hér hafði allt gengið svo vel og
árekstralaust, þangað til þeir komu
hingað og settust hér að, þeir
Sebastian Karlsson og Kristófer
Abelsson. Það vissi eiginlega eng-
inn livaðan þessir náungar komu,
og þeir voru ekki að hafa fyrir því
að segja frá því.
En nú gerist það, að ýmsir hlutir
fara að hverfa á dularfullan liátt.
En það hafði aldrei kornið fyrir
áður í Grávík. Eina nóttina liurfu
kannski veiðarfæri, eða síld úr
tunnu, eða þá eitthvað annað. Eng-
inn vissi, hver var valdur að þessu
hvarfi, en einhvern veginn var það
grunur margra að þeir Sebastian og
Kristófer myndu standa þarna á
bak við.
Og svo þegar ])að vitnaðist einn
morgun að netinu liefði verið stolið
frá honum Elíasi gamla, þótti þeim
óttari og Leif nóg komið, og þeir