Vorið - 01.09.1956, Blaðsíða 20
98
V O R I Ð
væri borin. Og hún sagði, að hún
ætti ekkert til að borga með, nema
litlu könnuna, sem hún skildi eftir
á búrborðinu, og liún sagði, að þau
börn, sem drykkju mjólk úr þessari
könnu, yrðu aldrei veik.
Stina: Og hvað varð þá um könn-
una. Er hún til ennþá?
Sigga: Já, hún er til ennþá, því
þó hún detti ofan á gólf, þá brotn-
ar hún ekki, og öll börn, er drekka
úr könnunni, verða hraust og falleg
— nema ef þau eru vond og óþæg,
þá verður þeim illt af mjólkinni og
þá verða þau mögur og ljót.
Stina: Já, — vond og óþæg börn
verða ævinlega Ijót. En veiztu, ltver
á könnuna?
Sigga (lægra): HúnGuðrún hérna
á könnuna. Og hún geymir hana
ákaflega vel. Gunna sagðist einu
sinni hafa séð hana og væri hún sú
lang, lang-fallegasta kanna, sem hún
liefði séð á ævi sinni. Eg ætla að
biðja Guðrúnu að gefa mér mjólk
úr könnunni. Heldur þú að hún
geri það ekki?
Stína: Ja, það væri gaman að sjá
þessa könnu. En ég held nú, að það
sé ekkert huldufólk til.
Sigga: Jú, ég er alveg viss um, að
það er til huldufólk. Hugsaðu þér,
hvað það væri gaman að sjá huldu-
fólk.
Stína: Kannske við fáum (Grípur
um nefið.) að sjá það einhvern tíma
í sumar, lambið mitt.
Sigga: Heyrðu, Stína? Eigum við
að fara upp að hólnum og reyna að
sjá inn í hólinn. Mig langar þau lif-
aridi ó'sköp til að sjá huldufólk.
Stína (gengur mannaleg um gólf,
grípur um nefið): Við megum ekki
lilaupa burtu. Við verðum að sjá
um heimilið, lambið mitt.
Sigga (hefur gengið að gluggan-
um): Ó, Stína, Stína! Sjáðu! Sjáðu!
Stína (að glugganum): Hvaða ó-
sköp ganga á? Hvað á ég að sjá?
Sigga: Sjáðu drenginn, sem Ideyp-
ur þarna.
Stina: Já, já. Ég sé liann. Hvað er
með hann?
Sigga: Hugsaðu þér, Stína! Hann
kom út úr álfahólnum.
Stina: Hvaða vitleysa er í þér!
Heldurðu að hann hafi komið út úr
hólnum!
Sigga: Já, já. Hann kom út úr
hólnum. Ég sá það svo greinilega.
Hugsaðu þér bara, Stína. Þetta er
Iiuldudrengur.
Stina: Og liann kemur rakleitt
hingað.
Sigga: Sjáðu, hvemig hann er
klæddur. Finnst þér það ekki skrýt-
ið? Ó, Iivað ég er spennt!
Stina: Jú, það er satt. Hann er
skrýtilega klæddur. — Og liann er
nærri því kominn. Við skulum fara
frá glugganum, svo að hann sjái
okkur ekki.
Sigga: Já, hann er skrýtinn. Og
hann er næri'i því alveg eins og
maður. Einnst þér ekki?
Stina: Jú, jú, Hann er voðalega