Vorið - 01.09.1956, Blaðsíða 35

Vorið - 01.09.1956, Blaðsíða 35
V O R I Ð 113 SKÍÐAFERÐ — Sönn frásögn. — Ég stencl við gluggann og horfi út. J ú, þarna sé ég það, sem ég horfi eftir: Ellý vinkona mín kemur heim að húsinu á skíðurn. Við ætlum sem sagt í skíðaferð upp í Hengibrekku. Ég hleyp út og læt á mig skíðin. — Ellý segir, að það sé bezta skíða- færi. Ferðin gengur vel upp brekk- una, en svo syrtir snögglega, og þeg- ar við erum komnar upp, sjáum við ekki nema rétt fram fyrir okkur. En eftir að liafa blásið mæðinni, ákváðum við að keppa niður, og ég tel 1 — 2 — 3, og báðar af Gtað! Við höfum hríðina í bakið, svo að ekki telur hún okkur. Við förum l)eint af augum og sjáum ekkert nema hvíta mjöllina. Ella er rétt á undan, en allt í einu rekur hún upp angistaróp, og rétt á eftir kútveltumst við báðar í snjón- um, og annar skíðastafurinn hennar Ellý fór alveg í rr'ist. Þá höfðu bræður rnínir, Jjeir Diddi og Kiddi, rekið niður staura og strengt reipi á milli, og hríðin var svo dimm, að við sáum þetta ekki. F.n strákar lofuðu að borga staf- inn, og Ellý sagði, að stafurinn hefði gott af Jdví að brotna, og við skild- um sátt. Og svo er þetta nú ekki lengra. Gullý, 15 ára. Frá kaupendum Vorinu berst að jafnaði mikill fjölcli elskulegra bréfa. Því miður hefur ekki orðið af því, að birta þau eða kafla úr þeim. En hér birtasl tvö bréf, sem hafa verið valin af handahófi. — Ritstj. Kæra Vor! Ég ætla bara að skrifa þér nokkr- ar línur og þakka þér fyrir allar skemmtilegu ánægjustundirnar, er þú hefur veitt mér. Sögurnar eru alltaf svo skemmtilegar og leikritin. Mér finnst ,,Vorið“ alltaf bezta o > skemmtilegasta blaðið, sem ég les. Eg byrjaði að kaupa Vorið, Jaegar ég var 8 ára 1949, og ég á öll heltin. í fyrravetur kenndi pablti mér að binda bækur, og þá batt-ég ,,Vorið“. Og svo að endingu: Ég vona, að ,,Vorið“ komi alltaf út og verði allt- al jafn skemmtilegt. Kær kveðja — og „Vorið“ lengi lili! 15 dra lcsandi i N.-Þing. Droplaugarstöðum, 29. júlí 1956. Kæra „Vor“! Eg J^akka „Vorinu" kærlega fyrir alla skemmtunina og fróðleikinn. Eg álít, að sem flest börn og ung- lingar ættu að kaupa „Vorið“. Það flytur hollt og lærdómsríkt lestrar- efni fyrir fólk á öllum aldri. Núna í öllu því ógnarflóði af bókum og blöðum, sem dreift er út um byggð-

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.