Vorið - 01.09.1956, Blaðsíða 25
V O R I Ð
103
Framhaldssagan.
Börnin við járnbrautina.
Saga eftir E. NESBIT — Hannes J. Magnússon þýddi.
(Framhald).
Þau gengu efst upp á hamarinn,
þar hvíldu þau sig og horfðu niður
til járnbrautarlínunnar, sem lá eftir
endilöngum dalnum, eins og gjá.
„Ef járnbrautin lægi ekki þarna,
mætti ímynda sér, að þarna hefði
aldrei nokkur maður stigið fæti sín-
um,“ sagði Fríða.
Þarna voru eintómir grágrýtis-
klettar, en inni á milli þeirra uxu
alls staðar grös og blómjurtir. Tré
og runnar, er höfðu vaxið upp af
fræjum, sem fuglarnir höfðu misst
niður í sprungurnar, teygðn sig
einnig hér og hvar upp á milli stein-
anna.
mjög glæsilega. Þarf mikla leikni
til þess, og ekki má mikið út af bera.
Eg sé, að ég er farinn að segja frá
fleiru en ég ætlaði í fyrstu. Frásögn
af kvöldi þjóðhátíðardagsins sleppi
ég að þessu sinni. Það var fögnuður
barnanna, sem mér var minnisstæð-
astur frá þessum degi. Og ég hygg,
að þessi dagur eigi mikinn jrátt í að
gera Norðmenn að einni jajóð.
Eirikur Sigurðsson.
„Við skulum koma héðan,“ sagði
Pétur. „Við finnum meira af berj-
um, ef við förum Jrangað, sem við
tíndum berin, er við létum á leiði
kanínunnar.“
Þau fóru nú niður af hamrinum,
en Jregar þau voru komin nærri því
niður, sagði Bobbí:
„Þey, Jrey, livað er Jjetta?" Þau
lreyrðu eithvert hljóð.
„Nei, lítið á tréð þama!“ kallaði
Pétur. Tré jxað, er hann benti á,
hreyfði sig ekki á sama hátt og tré
eru vön að gjöra, þegar vindurinn
þýtur í greinum þeirra. Það hreyfði
sig eins og lifandi vera, og kom nú
labbandi niður brekkuna.
„Það lireyfir sig,“ sagði Bobbí,
„og lítið á, hin trén gjöra Jrað líka.“
„Þetta eru galdrar," sagði Fríða
og stóð á öndinni.
Og Jretta var vissulega mjög ein-
kennilegt. Allur skógurinn hinum
megin í hlíðinni, á hér um bil tutt-
ugu álna breiðu svæði, hélt nú af
stað í hægðum sínum niður að járn-
brautarlínunni.
„Hvað er Jretta? Ó, hvað er
þetta?“ sagði Fríða. „Þetta er eitt-
livað yfirnáttúrlegt, ég er hrædd við
það. Við skulum flýta okkur heim.“