Vorið - 01.09.1956, Blaðsíða 29

Vorið - 01.09.1956, Blaðsíða 29
V O R I Ð hún hefði verið mikill ræfill að falla í öngvit. Þegar til stöðvarinnar kom, þyrpt- nst allir út á stöðvarpallinn og nm- kringdu þessar þrjá litlu hetjur. Þau urðu næstum því rugluð í Iröfðinu af öllu þakklætinu og lof- inu, sem þau fengu fyrir snarræði sitt. Fríða var í sjöunda himni. Það var dásamlegt að vera sannarleg lietja. Eyrun á Pétri voru eins og glóandi eldur, og hann var einnig glaður. En Bobbí óskaði einskis Irekar en að geta sloppið burt. Hún togaði í treyju Péturs og sagði: „Æ, komdu, komdu, mig lam>ar svo til að komast heim.“ „Ég vonast til, að þið fáið að heyra eitthvað frá járnbrautarfélag- inu um þetta,“ sagði stöðvarstjór- inn. Síðan fóru þau. En um leið og þau fóru, hrópuðu stöðvarstjórinn, lestarstjórinn, vörðurinn, umsjónar- mennirnir, kyndararnir ogallir far- þegarnir margfalt húrra fyrir þeinr. „Heyrið þið,“ sagði Fríða. „Þeir hrópa lnirra fyrir okkur.“ „Já,“ sagði Pétur, „mér þykir vænt um, að mér datt í hug að veifa með einhverju rauðu.“ „Það var svei mér gott, að við vorunr í rauðu pilsunum okkar,“ sagði Fríða. En Bobbí sagði ekki neitt. Hún sá í huganum lestina koma æðandi 107 á skriðuna, án þess að vita um nokkra liættn. „Það vorum við, sem björguðum þeim öllum,“ sagði Pétur. „Hefði það ekki verið voðalegt, ef þeir hefðu allir farizt?“ sagði Fríða. „Og við tíndum engin kirsiber,“ sagði Bobbí. Fyrir hugrekki og fræknleik. Ég vona, að ykknr sé það ekkert á móti skapi, að ég segi ykkur dálítið um Bobbí sérstaklega. Það er svo margt í fari hennar, sem mér fellur vel, t. d. það, að hún vill alltaf vera að gleðja aðra. Og hún getur líka sýnt þögida samúð. — Ykkur finnst þetta ef til vill leiðinlegt, en það er m't alls ekki. Þessi þögula samúð er með öðrum orðunr það, að annar maður tekur þátt í sorg þinni og elskar þig ennþá meira fyrir það, að hann veit, að þú ert hryggur, án þess að vera að þreyta þíg á að segja þér það. Þannig var Bolrbí. Hún vissi, að mamma var hrygg, þótt hún hefði ekki sagt henni ástæðuna til þess. — En einmitt af því clskaði hún mömmu sína miklu meira og minntist aldrei með einu orði á, að sig langaði mikið til að vita, ltvað það væri, er hryggði hana svo mjög. En það er alls ekki svo auð- velt, sem þú ef til vill heldur. Hvað sem fyrir kom, — og það bar oft.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.