Vorið - 01.09.1956, Blaðsíða 32

Vorið - 01.09.1956, Blaðsíða 32
110 VORIÐ manns skráðir fyrir óhóflega vín- neyzlu, þar af 50 þús. fyrir refsi- verða misnotkun áfengis. Árin 1943—1945 voru 15 þús. persónur teknar til meðferðar sem áfengis- sjúklingar. Ofdrykkja þekkist livarvettna, í hvaða iðngrein eða stétt sem er, hvað sem líður fjárhag og gáfna- fari. í landi okkar (Svíjtjóð) verða þúsundir manna árlega að of- drykkjumönnum, vegna Jiess, að Joeir einu sinni byrjuðu að „súpa á“ og urðu síðan smátt og smátt Jinelar ástríðu sinnar. Svo virðist sem einum sé hættara en öðrum í þessu efni. Hverjum hættast er að falla fyrir Bakkusi, er sjaldan séð, fyrr en um seinan. Þá er þeim varla af sjálfsdáðum fært að standa gegn löngun sinni í áfengið. Fæstir þekkja Jiær hættur, sem vínneytandinn leiðist í, og geta l)reytt honum í ofdrykkjumann. Þegar illa fer, verður að koma manninum á drykkjumannahæli. Þar fær hann ekki áfengi, en hæli- legt að starfa, styrkjandi fæði og gott eftirlit ogatlæti. Eftir nokkurn tíma hefir hann náð heilsu, en hann verður nú, eigi hann að halda lieilsu sinni, að neita sér um áfengi um alla framtíð. — Ofdrykkjumað- urinn veldur miklum og margföld- um erfiðleikum innan fjölskyldu sinnar og í umhverfi, J)ví að oft ver hann svo miklu fé til vínkaupa, að kona hans og börn hafa ekki til hnífs og skeiðar. Þau verða að leita á náðir sveitarinnar, fátækrafulltrú- ans. Áfengisvarnamálin kosta ríkið — og þó enn frekar bæjar- og sveita- sjóði — mikið fé, sem svo er aftur tekið af borgurunum í almennum sköttum. En fjárhagstjónið er Jdó sjaldan, — í þessu tilfelli —, það versta fyrir fjölskylduna. Oft er kvíðinn, örygg- isleysið og óttinn verri en fátæktin. Og ])að er ekki sjaldgæft, að drykkjumaðurinn misj)yrmi konu sinni og börnum.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.