Vorið - 01.09.1956, Blaðsíða 28

Vorið - 01.09.1956, Blaðsíða 28
106 VORIÐ farið út af línunni, en lialdið áfram að veifa.“ Lestin kom æðandi með flug- liraða. „Þeir sjá okkur ekki! Þeir geta ekki séð okkur. Allt verður þetta árangurslaust,“ hrópaði Bobbí. Flöggin, sem stóðu á járnbrautar- línunni, fóru að sveiflast til, þegar lestin kom nær. Steinhrúgan, sem liélt þeim uppi, hrundi, og annað þeirra hallaðist liægt til hliðar og féll niður. Bobbí hljóp þangað, greip flaggið og veifaði nú með tveimur, og nú var hún ekki skjálf- lient lengur. „Farðu burt af teinunum, asninn þinn,“ kallaði Pétur, bálvondur. En lestin þaut alltaf áfram með fullum liraða. „Það er alveg þýðingarlaust," sagði Bobbí aftur. „Farið burt af línunni,“ kallaði Pétur og dró Fríðu á handleggnum út af teinunum. „F.kki undir eins, ekki undir eins,“ sagði Bobbí og veifaði með báðum flöggunum á móti lestinni. Gufuvagninn sýndist svartur og ægi- legur útlits. „Ó, stöðvið, stöðvið!“ kallaði Bobbí. En enginn heyrði til hennar, ekki einu sinni Pétur og Fríða, fyrir háv- aðanum í lestinni. En seinna fannst þeim, eins og gufuvagninn sjálfur liefði heyrt til þeirra. Hann hægði á sér og nam staðar, tæpar tuttugu álnir frá þeim stað, er Bobbí stóð og veifaði báðum flöggunum sínum yfir járnbrautarlínuna. Bobbí sá gufuvagninn nema staðar, þó hélt hún áfram að veifa, aðeins liægara en áður. Þegar lestarstjórinn ogkyndarinn höfðu stokkið niður af lestinni, og Pétur og Fríða voru búin að segja þeim frá hinni hræðilegu skriðu hinum megin við ásinn, sáu þr.u Bobbí liggja á grúfu þvert yl ir járn- brautarteinana. Hrin hélt ennþá á báðum flaggstöngunum. — Lestar- stjórinn tók hana upp, bar hana inn í lestina og lagði hana á bekk einn á fyrsta farrými. „Það hefur liðið yfir hana,“ mælti hann. „Vesalings litla stúlkan. Það er ekki að furða. Nú ætla ég að fara með ykkur til stöðvarinnar." Það var óttalegt að horfa á Bobbí liggja þarna nábleika og hreyfingar- lausa með bláar varir. Pétur og Fríða settust hjá henni á rauða fjaðrabekkinn og lestin sneri við. Nokkru áður en þau náðu til stöðvarinnar, vaknaði Bobbí og fór að gráta. Þrátt fyrir það urðu hin glöð, því að þau höfðu oft séð hana gráta, en aldrei séð hana eða nokk- urn annan falla í öngvit. Þau reyndu auðvitað að hugga hana, og smátt og smátt fór grátur- inn að sefast, og endirinn varð sá, að þau fóru öll að hlæja, af því livað

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.