Vorið - 01.09.1956, Blaðsíða 34

Vorið - 01.09.1956, Blaðsíða 34
112 VO RIÐ Birna var fátæk telpa, sem átti heima ekki mjög langt frá Elsu. Mamma hennar var fátæk ekkja, sem varð að vinna fyrir systkinun- um Bjössa og Elsu. Bjössi var sex ára, en Elsa átta ára. Birna var engin vinkona Elsu, en Elsa bauð henni af því, að hún bauð öllum telpunum. Elsa var af ríku fólki komin. Pabbi hennar var kaupmaður, og liann hafði gefið henni gullúr í af- mælisgjöf, þegar hún var átta ára. Og henni þótti svo vænt um úrið. Um kvöldið fór fjölskyldan að finna vinafólk sitt. Og þegar Elsa kom heim, varð hún þess vör, að hún hafði týnt úrinu. Elsa var alveg að deyja af harmi. — En mamma hennar sagði henni, til að róa hana, að úrið fyndist á morgun. Nú er að segja frá Birnu. Hún hafði farið að finna mann fyrir mömmu sína. En þegar hún var á leiðinni heim, sá hún glytta á eitt- hvað á veginum. Þá þekkti hún gullúrið hennar Elsu. Daginn eftir fór Birna í veizluna og sá, að Elsa var hrygg. Mamma hennar sagði, að hún hefði týnt gullúrinu, sem pabbi hennar gaf henni. Svo þegar staðið var upp frá borð- um, bað Birna Elsu að finna sig, og hún fékk henni úrið, og Elsa varð svo glöð, að hún hljóp upp um hálsinn á Birnu og kyssti hana. Og Elsa gaf Birnu fallega hálsfesti í fundarlaun. Og upp frá þessu var Birna bezta vinkona Elsu. Lilja Þuríður Kristjánsdóttir, Miðsitju, Skagafirði, 12 ára. TVEIR BRÆÐUR Einu sinni voru tveir bræður. Þeir voru mjög ólíkir hvor öðrum. Annar var mjög góður og vildi allt gott gera. Hann hét Óli. En hinn hét Grímur og nennti ekki að gera neitt. Mamma þeirra var mjög oft veik. Þegar hún var veik, urðu drengirn- ir að hugsa um húsið og litlu systur sína. Svo var það einu sinjii, að mamma þeirra var veik. Þá bað Oli Grím að fara út með systur þeirra. Grímur gerði það, en skildi hana bara eftir fyrir utan húsið og hljóp til félaga sinna. Þegar Óli kallaði á hann, þá kom hann strax, en þá var hann í fýlu allan daginn eða læsti sig inni í herbergi sínu og var þar. Þannig gekk það nokkra daga. Svo var það einn daginn, að Grímur var allt öðruvísi en venju- lega. Hann vann öll verkin með Óla og fór svo út. Óli minntist á það við mömmu sína, en hún skildi það lieldur ekki. — Svona endar sagan mín. Jóhanna Schmidt, Hólag. 35, Ytri-Njarðvík.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.