Vorið - 01.09.1956, Blaðsíða 14
92
VORIÐ
Saga fyrir litlu börnin
Geitin og kiMingarnir jjrir
Pjóhsagci Jrá Mib-Asíu
Það var einu sinni geitamamma,
sem átti þrjá fallega kiðlinga. Þeir
hétu Hatta, Bletta og Hyrna. Einu
sinni fór geitamamma út í Jiaga á
beit, en áður en hún lagði af stað
áminnti hún kiðlingana sína á þessa
leið:
„Elsku litla Hatta, elsku litla
Bletta og elsku litla Hyrna. — Nú
ætla ég upp í fjall að sækja grænt
gras, og þegar ég kem aftur heim,
skal ég færa ykkur nýtt gras, sval-
andi vatn og volga mjólk. Verið nú
góð og þæg, börnin mín, og farið
ekki út úr kofanum ykkar. — Og
Fór á bak á Brún og Rauð
Björg með geði hressu,
ánægjan þá upp úr sauð
af öllu saman þessu.
Björg var hrifin hér um bil,
ltvar sem steig hún sporið.
Svona líf á sveitin til.
Svona er blessað vorið!
Kristján Sigurðsson,
Brúsastöðum,
gleymið ekki að loka dyrunum,
þegar ég er farin.“
Hatta, Bletta og Hyrna lokuðu
dyrunum vandlega og sátu heima
og biðu. En skömmu síðar kom lít-
ill hundur heim að kofanum, barði
að dyrum og gelti.
„Hatta, Bletta og Hyrna, ljú'kið
upp dyrunum og hleyjDÍð mér inn.“
Hatta, Bletta og Hyrna heyrðu á
röddinni, að þetta var ekki mamma
þeirra, og þær opnuðu ekki.
Hundurinn varð því að snauta
burt án þess að fá kiðlingakjöt.
En naumast var hundurinn kom-
inn í hvarf, þegar sjakali kom heim
að kolanum og barði að dyrum.
„Elsku litla Hatta, elsku litla
Bletta og elsku litla Hyrna. Gjörið
nú svo vel og opnið hurðina fyrir
mig."
En kiðlingarnir þekktu, að þetta
var sjakalinn og opnuðu því ekki
dyrnar.
Þá kom úlfurinn, sem hafði legið
allan tímann í felum á bak við kof-
ann. Nú breytti hann röddinni svo,
að hún varð alveg eins og röddin
hennar geitamömmu,