Vorið - 01.03.1959, Blaðsíða 13

Vorið - 01.03.1959, Blaðsíða 13
VORIÐ 9 Aðalsirœti 46. Friðbjarnar Steinssonar bóksala og bæjarfulltrúa, en hann er talinn að liafa á þeim tíma verið einn af merkustu borgurum Akureyrar- kaupstaðar. Þá var Akureyri aðeins lítið þorp, íbúar ekki nema 639. Víkur nú aftur sögunni til Frið- bjarnarhússins. Þar eru loks 12 menn saman komnir á kvistherberg- inu á efri liæð, sem snýr fram að götunni. Það er settur fundur, og þarna er stofnuð fyrsta Góðtempl- arastúkan á íslandi, stúkan ísafold nr. 1, sem lifir og starfar enn í dag, og er nú með miklum blóma. Stofn- unina framkvæmdi maður að nafni Ole Lied, norskur að ætt. Frá þess- ari stúku hafa svo vaxið allar aðrar stúkur á íslandi. Á næstu árum var svo stofnuð hver stúkan af annarri. Stóð ísafold fyrir stofnun margra þeirra, en síðan tóku aðrar dóttur- stúkur hennar við, þar til kominn var hringur af stúkum nálega um- hverfis allt landið. Árið 1896 er stofnuð fyrsta barna- stúkan, Æskan nr. 1 í Reykjavík, sem lifir og starfar enn í dag. Litlu síðar sama vorið var barnastúkan Sakleysið á Akureyri stofnuð, sem einnig lifir og starfar enn í dag. Á þessu sama ári var einnig stofnuð Stórstúka íslands, en það er sam- band allra stúkna landsins og fer með yfirstjórn Góðtemplararegl- unnar í landinu. Og allar tóku þess- ar stúkur til að starfa af kappi. Þær byggðu hús, sem lengi vel voru einu samkomuhúsin og eru sums staðar enn. Þær stofnuðu til leiksýninga

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.