Vorið - 01.03.1959, Blaðsíða 17

Vorið - 01.03.1959, Blaðsíða 17
V O R I Ð 13 En í þessu kallaði mamma úr eldhúsdyrunum. — María og Knút- ur. Eruð þið að líta eftir hreiðri þeirra Pipp og Vipp? — Já, sagði María. Þú ættir að sjá, hvað það er fallegt. — Ég trúi því vel, sagði mamma. En þið megið ekki gægjast oft upp í það, því að þá fælið þið Pipp og konuna hans burt, svo að þau þora ef til vill ekki að búa hér á Elauka- ási. — Við fælum þau ekki burt. — Við vorum bara að skoða hreiðrið. — En það er ekki víst, að fuglarn- ir skilji það, sagði mamma. Það get- ur verið, að þeir álíti að þið ætlið að skemma hreiðrið. Skemma hreiðrið. Hvers vegna sagði mamma aðra eins fjarstæðu. Eins og Maríu dytti nokkum tíma í hug að skemma hreiðrið hans Pipp! — Það er bezt, að þið flýtið ykk- ur niður áður en maríuerlurnar koma, sagði mamma. — Já, nú komum við aftur niður, sagði María. En hana langaði að vera þar miklu lengur að horfa á hreiðrið. Á eftir spjölluðu þau Knútur og María um það, hvernig Pipp liefði liðið í Afríku. — Hann hefur eflaust séð þar margt fallegt, sagði María. — Já, ég vildi óska að ég væri far- fugl, sagði Knútur. — Heldurðu, að það séu fílar, þar sem Pipp hefur verið, spurði María. — Já, eflaust, svaraði Knútur. — Einnig ljón? — Já, sennilega og krókódílar. . . — í Afríku er stöðugt sumar og hlýindi, sagði María. — Hugsaðu þér, þar er enginn vetur. — En það er nú líka gott að hafa dálítinn snjó, sagði Knútur. — Börnin í Afríku geta aldrei gengið á skíðum eða rennt sér á sleðum. — Nei, en þau hafa það mjög skemmtilegt, og losna við allan þennan klæðaburð, sem við höfum. -• Sum þeirra ganga alveg nakin. Og svo verða þau svo brún og falleg. — Já, og svo búa þau í svo litl- um, snotrum húsum, sem eru búin til úr hálmi og stráum, sagði Knút- ur. — Alveg eins og Pipp, — sagði María. — Ef til vill hafa þeir lært það af fuglunum. — Getur vel verið, sagði Knútur. Svo hættu þau að tala um Afríku í það skipti. — Ég hlakka svo lil þegar Pipp og Vipp eignast litla Pippa og Vippa, sagði María. — En fyrst verður Vipp að verpa eggjum, sagði Knútur. — Og það verður líklega ekki fyrr en í maí. — Ég vildi óska að maí væri kom- inn, sagði María. Og svo söng hún:

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.