Vorið - 01.03.1959, Blaðsíða 22

Vorið - 01.03.1959, Blaðsíða 22
18 V O R I Ð því allar — við sögðum frá því í skólanum — og allar vinkonur okkar telja núna hundal STÍNA: Já, einmitt! ELLA: Það er annars undarlegt hvað fáir hundar eru á ferðinni, þegar við þurfum á þeim að halda! En til allrar hamingju náði ég þó í 99! Ég sá einmitt þann síðasta um leið og ég kom inn! — Nú er bara eftir að ná í sótarann — og svo — (réttir upp hendurnar, eftirvæntingarfull). STÍNA: Hvaða manni ætlar þú svo að rétta höndina? ELLA: Það er ekki hægt að segja það fyrir fram! Óvissan vekur einmitt mesta áhugann! STÍNA: Það er ósköp skiljanlegt, en samt sem áður tekur maður þó einn fram yfir annan! ELLA: Já — sjálfsagt allt kvenfólk (í trúnaði) Stína? STÍNA: Já — ég er nú hérna! ELLA: Viltu svara einni spurningu í alvöru — hvernig lízt þér ann- ars á Otto frænda? STÍNA (þurrkar sér um munninn á svuntunni): Ja — mér finnst hann vera mjög viðfelldinn, ung- ur maður. ELLA (með lítilsvirðingu): Mjög viðfelldinn! Nei, Stína — hann er (andvarpar) ól STÍNA: Nú, já — jú (tekur saman dót sitt og fer). Þá veit ég hvað klukkan slær! Réttu bara Otto frænda höndina, Ella litla — þeg- ar þú hefur dansað í kringum sótarann! ELLA (sezt við borðið, tekur þýzka málfræði, heldur höndum fyrir eyrun, þylur): Lieben, ich liebe, du liebst, er liebt, wir lieben, ihr liebet, sie lieben! JENNY (kemur inn, fleygir káp- unni á stól): Úff, svei, ósvífiðl ELLA (lítur upp): Hvað er að Jenny? JENNY (þegir fyrst, fer að gráta): Mig vantar tvo! ELLA: Ertu búin að ná í svo margal JENNY: Svo marga! Hvaða gagn er að því, þegar ég get ekki náð í þessa tvo síðustu! Ég er búin að þramma bæinn á enda þrisvar sinnum, og þar að auki 3 mílur út á þjóðveginn, og ekki komið auga á einn einasta pínulítinn hvolpangal STÍNA (með miða í hendinni): Jenny, mamma þín biður þig að hringja undir eins í matvörubúð- ina, og láta senda þetta heim. JENNY: Já það er sjálfsagt. (Stína fer.) (Hringir.) Ég hitti annars Knút — hann var með hvíta stú- dentshúfu! F.LLA: Ó, — sá uppskafningur! JENNY (við Ellu og í símann til skiptis): Miðstöð — 1170 — já þakk yður fyrir (við Ellu) Ég vil ekki heyra þetta um Knút — þú veizt þó að ég —

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.