Vorið - 01.03.1959, Blaðsíða 29

Vorið - 01.03.1959, Blaðsíða 29
V O R I Ð 25 vorum einmitt að koma frá því að leika knattspyrnu! ELLA (móðguð): Einmitt það! Er nú farið að leika knattspyrnu með höndunum? Það vissi ég ekki fyrr! (Sezt á pokann.) KNÍJTUR: Ég skal segja yður eitt ungfrú Jenny, völlurinn var svo forugur! JENNY (reigir sig): Svei, forugur! Og búið að vera sólskin í tvær vikur samfleytt! (Sezt við hlið Ellu á mjölpokann.) (Vandræða- leg þögn. Otto, Knútur og Krist- ján horfa hver á annan.) KRISTJÁN (hressilegur): And- rúmsloftið er — eigum við að segja — nokkuð strembið! Þið lrafið móðgað stúlkurnar! Nú er eftir að vita, hvort þið getið bætt fyrir það aftur. Hver getur kom- ið þeim til að'brosa? (Við Otto og Knút) Komið þið hérna til mín! Fylgið mér. (Þeir ganga í kringum stúlkurnar, Kristján segir með hátíðlegri röddu.) Osimba, malijumba, nassaborum — svarta kettinum heiður ber! Osimba — malijumba — nassa — ELLA og JENNY (fara að hlægja): Svei frændi, þú ert reglulega andstyggilegur! (Stökkva á fætur) og þið tveir------ OTTO og KNÚTUR: Já - hvað erum við? ELLA og JENNY (báðar í einu): Þið eruð reglulegir þurradrumb- ar — þverhausar og — já — og þess vegna skuluð þið fá að-- OTTO og KNÚTUR: - að gera hvað? ELLA (dálítið hikandi): — fá leyfi til að taka pokann þarna á bak- ið og — JENNY ('himinlifandi): }á — og bera hann aftur til matvörukaup- mannsins! OTTO (stekkur fram): Já gjarnan! (Tekur í pokann, lyftir honum aðeins frá gólfi.) Sá er þungur! KNÚTUR (lyftir líka pokanum): Er járn í pokanum? KRISTJÁN: Nei, nei — þetta er ekki til neins. Ósköp farið þið klaufalega að þessu! Nú skal ég sýna ykkur hvernig þið eigið að bera ykkur til við þetta. (Tekur utan um Ellu og Jenny og ýtir þeim til herranna.) Þið verðið líka að taka á! ELLA og JENNY: Við líka? KRISTJÁN: Já — og nú búið þið til gullstól. fMeð háðsbrosi) Ella, viltu gjöra svo vel og rétta Otto þínar litlu hendur (leggur þær saman) og þú Jenny, gjörir svo vel og leggur þínar alabasturs- fingur í útréttar hendur Knúts. (Hjálpar til) Á þennan hátt verð- ur hin þyngsta byrði létt sem fis! STÍNA (kemur inn, lítur undrandi á þetta, kinkar kolli): Sjáum til, nú er víst spádómurinn að ræt- ast! SÓTARINN: Og það er allt mér L

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.