Vorið - 01.03.1959, Blaðsíða 27

Vorið - 01.03.1959, Blaðsíða 27
V O R I Ð 23 matvörukaupmanninum, hvar á ég að láta þær? JENNY (bendir): Þökk fyrir, gjör- ið svo vel og leggið þær þarna á borðið. SENDILLINN: (leggur pakkana á borðið): Og mjölsekkinn, sem er hérna frammi? JENNY: Líka á borðið. SENDILLINN: Á borðið? 99 kg. hveiti? Nei, ungfrú góð, það er ómögulegt! JENNY (hrædd og hissa): 99 kg. hveiti? Hvað eigið þér við? Við höfum alls ekki beðið um svo mikið! SENDILLINN: Það veit ég ekkert um. Mér var sagt í búðinni að hringt hefði verið og beðið um að senda 99 kg. hveiti. Ja — okk- ur virtist satt að segja, að þetta væri nokkuð mikið handa svo litlu heimili — en fyrst þér vild- uð fá þetta, nú — þá var sjálfsagt að senda það! (Fer — kemur aft- ur með mjölpokann, lætur hann detta á gólfið svo stór hlunkur heyrist). Gjörið svo vel, 99 kg. (Hlær) Nú getið þið bakað jóla- kökur handa allri fjölskyldunni í næstu 100 ár, og átt samt afgang! Verið þið svo sæl! KRISTJÁN (bendir á pokann); Hm, hm! ELLA: Þökk fyrir Jenny! Hvað heldurðu að mamma segi! JENNY: (eyðilögð): Ég skil ekkert í þessul Ég hlýt að hafa ruglað eitthvað í símanum (grátandi). Ó, nú skammar mamma mig — ég hef víst verið að hugsa um þessa ólukkans 99 hundal ELLA: Já, þú staglaðist alltaf á 99 — 99, á meðan þú varst að síma — og svo hefur matvörukaupmað- urinn auðvitað haldið---- KRISTJÁN (skellir á lærið, hlær): Ha, ha, ha, þetta var þó svei mér grín! JENNY: Svei frændi, að þú skulir geta hlegið á svo alvarlegu augna- bliki! Ég er svo óhamingjusöm! Þú ættir heldur að hjálpa okkur að koma þessum fjárans poka í burtu áður en mamma kemur. (Reynir árangurslaust að lyfta pokanum.) Æ, hann er svo þung- ur, það væri hægt að ímynda sér að í honum væri stórgrýti! KRISTJÁN (hlægjandi): Já - þarna getið þið séð hvernig fer fyrir ykkur, fyrst þið hafið allan hugann við spásagnir maddömu Jespersen. ELLA (leggur hendur um háls hon- um frá hlið): Vertu nú góður frændi — elsku, bezti, vitri, fallegi Kristján frændi! JENNY (hangandi um háls hans frá hinni hliðinni): Við skulum vera svo góðar og elskulegar við þig frændi, ef þú vilt hjálpa okk- ur bara í þetta skipti! KRISTJÁN: Sjáum til! Kom nú annað hljóð í strokkinn! Það lít- ur út fyrir að Kristján gamli sé

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.