Vorið - 01.03.1959, Blaðsíða 39

Vorið - 01.03.1959, Blaðsíða 39
V O R I Ð 35 sem áttu að fara fyrir stjörnusjón- auka, til að kaupa slíkan stól. Það er miklu meira virði að liún fái stólinn en að við eignumst sjón- aukann.“ „Þetta er alveg ljómandi hug- mynd,“ sagði frú Barny. Það getur líka orðið nokkuð langt þangað til þið fáið tækifæri til að ferðast til tunglsins.“ Nokkrum dögum síðar hittu þær herra Barny í ganginum, þegar þær voru að koma með hundana, þær höfðu þá einnig heimsótt Jóhönnu um leið. „Móðir mín biður ykkur að finna sig inn í bókasafnið," sagði hann með dularfullu brosi. „Hún ætlar að tala við ykkur um áríðandi mál.“ Stúlkurnar hlupu í áttina til bókasafnsins, og þegar þær gengu inn, sá Britta, sér til mikillar undr- unar, móður sína sitja þarna inni hjá frú Barny. Og allt í einu rak Agnes upp undrunaróp, því að rétt hjá skrifborði Barnys stóð einmitt nýtízku hjólastóll, eins og þær höfðu hugsað sér hann. Hann var lítill og léttur. Já, svo léttur að það var mjög auðvelt að aka honum, og yfir stýrinu hékk ofurlítill poki til að geyma í bækur, prjóna, heklu- dót og annað slíkt. Móðir Brittu hló, þegar hún sá undrun og gleði telpnanna. — „Hélduð þið að það væru aðeins krakkar, sem gætu átt leyndarmál?" „Á Jóhanna að fá hann?“ spurði Britta áköf. „Já, auðvitað,“ sagði Barny. „Okkur þótti sárt, að hún skyldi þurfa að bíða heilt sumar eftir þess- um lijólastól á meðan þið eruð að vinna fyrir peningunum. Eg lána ykkur því peningana í bili. En ætl- ið þið svo að halda áfram með að safna peningum fyrir stjörnusjón- auka, þegar þið hafið greitt þessa peninga?" „Ekki líklega í bráðina," sagði Britta. „Það er svo margt annað, sem Jóhanna þarf að fá, svo að við liugsum væntanlega ekki um annað í bili.“ Hinar þrjár kinkuðu kolli til samþykkis. „En,“ bætti Britta við. „Við trú- um samt sem áður alltaf á geimferð- ir. Og einhvern tíma komumst við til tunglsins." Þýtt H. J. M. Bréfaskipti Óskum eftir bréfaskiptum við jafnaldra okkar: Þórdís ÞormóÖsdóttir (9—10 ára), Haga, Seyðisfirði. Ásgeir Stefánsson (13—15 ára), Gauts- stöðum, Svalbarðsströnd, S.-Þing. Anna G. Jónsdóttir (10—11 ára), Grænu- mýri 8, Akureyri. Kristbjörg Rafnsdóttir (14—17 ára), Hólagötu 8, Neskaupstað. Grétar Axelsson (14—15 ára), Hjalteyri. Sigríður Gunnarsdóttir (13—14 ára), Eyri, Ingólfsfirði, Strandasýslu.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.