Vorið - 01.02.1974, Blaðsíða 7
grasstráanna og virtist tína af
þeim fræin. Svo hvarf hún aftur
inn í holuna sína.
— Skyldi hún eiga litla unga?
spurði Fríða.
— Það getur vel verið, að hún
sé að safna mat handa þeim, svar-
aði Bragi.
— Kettirnir mega ekki finna
músina. Þá deyða þeir hana, sagði
Fríða.
— Sástu hvað hún var falleg?
— En kettirnir læðast um á
nóttunni og þá geta þeir fundið
hana, sagði Bragi.
— Við verðum að loka kettina
inni á nóttunum. Getum við ekki
gefið músinni mat handa ungun-
um sínum?
-— Jú, það skulum við gera. En
hvað eigum við að gefa henni?
Éta mýsnar brauð?
—- Það hugsa ég. Og svo segir
öiamma, að þeim þyki góður ost-
Ur. Þær komast stundum í ostinn
í búrinu heima.
Þá hlupu börnin heim að Mel,
°g Friða fékk brauðsneið hjá
systur sinni. Hún hélt, að Fríða
^tlaði að borða hana sjálf. Svo
hlupu börnin aftur út í hvamm-
iun.
Þau muldu brauðsneiðina nið-
Ur skammt frá músarholunni. Að
VOriÐ
því loknu földu þau sig aftur í
grasinu uppi á holtinu.
Það leið ekki löng stund þar til
músin kom og fór að tína brauð-
molana og hvarf svo aftur inn í
holuna.
— Hún hefur fundið lyktina af
brauðinu, sagði Fríða. — Ég held,
að hún hafi farið með eitthvað af
því inn í holuna. Hún hlýtur að
eiga þar litla músarunga. Við
skulum engum segja frá þessari
músarholu. Það er svo gaman að
eiga leyndarmál.
— Nei, við segjum engum frá
henni. Ég kem með ostbita á
morgun handa henni,sagði Bragi.
Loks héldu börnin heim til sín.
Þau hugsuðu ekki um annað en
þetta nýja leyndarmál sitt.
— Ósköp kemur þú seint í mat-
inn, sagði mamma Braga, þegar
hann kom heim.
— Ég var að leika mér við
Fríðu og við gleymdum okkur.
Ekki var rætt meira um það að
sinni. En einkennilegt þótti
mömmu Braga, þegar hann bað
hana um ostbita morguninn eftir.
En hún spurði þó einskis. Henni
fannst Bragi búa yfir einhverju,
sem hann vildi ekki segja henni.
En skömmu eftir, að hann kom
á fætur, kom Fríða hlaupandi.
7
i