Vorið - 01.02.1974, Blaðsíða 40

Vorið - 01.02.1974, Blaðsíða 40
um gluggann. Hann starði út á hafið eins og svo oft áður3 og nasaholurnar titruðu meira en nokkru sinni fyrr. Hann sneri sér við og frísaði, þegar hann sá drenginn. Svo leit hann aftur í áttina til hafs. Alek varð himinlifandi þegar hann sá, að hesturinn fór ekki úr glugganum, eins og hann var vanur að gera. Svo nálgaðist hann básinn með hægð. Hann setti nokkra sykurmola í lófann og rétti hest- inum. Svartur sneri sér aftur frá og frís- aði — en ekki eins hátt og áður. Alek stóð kyrr. Enginn hafði komist svona nálægt hestinum fyrr, síðan hann kom um borð. Alek þorði þó ekki að rétta höndina svo nálægt hestinum, að hann gæti bitið hann og lagði sykurmolana varlega í gluggakarminn. Svartur leit á molana og síðan á drenginn. Loks róað- ist hann og fór að eta sykurinn. Alek horfði á þetta með aðdáun. En nú fór að rigna og hann flýtti sér inn í klefann sinn og skömmu síðar var hann háttaður og sofnaður. Alek hrökk skyndilega upp úr værum svefni. Skipið kastaðist á hliðina, og áð- ur en hann vissi, lá hann frammi á gólfi. Hann hafði kastast út úr rúminu. Ægi- legar þrumur kváðu við og eldingarnar lýstu upp klefann hans. Þetta var í fyrsta sinn, sem hann hafði lent í óveðri á sjó. Hann ætlaði að kveikja á lampanum, en ekkert ljós kom. Aftur leiftruðu eldingarnar og lýstu upp í kringum hann. Nú sá hann að allt hafði sópast niður af borðinu og gólfið var þakið glerbrotum. Hann gat náð í fötin sín og komst í buxurnar, skyrtuna og skóna og flýtti sér nú að dyrunum. Hann hikaði, sneri við og gekk að rúminu sínu, beygði sig inn undir það og náði í björg- unarbeltið, sem hann vissi, að var þai' geymt. Hann spennti á sig beltið — von- andi þurfti hann þó ekki á því að halda. Honum tókst að opna hurðina og skjögra út ganginn og upp á þilfarið, en storm- urinn feykti honum aftur inn í ganginn. Hann heyrði hrópin í skipstjóranum, en stormgnýrinn var svo mikill, að Alek greindi engin orðaskil. Himinháar öldur virtust færa skipið í kaf og nú komu hin- ir farþegarnir fram á ganginn, viti sínu fjær af hræðslu. Nú varð Alek fyrst al- varlega hræddur! Aldrei hafði hann get- að hugsað sér þvílíkt óveður. Honum fannst vera margir klukku- tímar, síðan hann kom upp á ganginn og samt linnti ekki veðrinu. Pað brakaði 1 skipinu undan sjóunum, sem veltust yfn' það, en alltaf rétti það sig við aftur. Himininn var eitt eldingahaf og þrunr- urnar yfirgnæfðu stormgnýinn. Nú kom einn hásetanna til hans og þreif hann með sér út að borðstokknum. Alek greip dauðahaldi í borðstokkinn, en í því reið ægileg bylgja yfir skipið. Þegar aldan vat riðin yfir, var hásetinn horfinn. Dreng- urinn lokaði augunum og gerði bæ11 sína. Nú var eins og veðrinu slotaði eitt- hvað og Alek fór að vona, að það versta væri liðið hjá, en þá var skipið allt 1 einu lostið heljarhöggi. Brothljóð kvað við, titringur fór um hið mikla skip> Alek skall á gólfið og lá þar nærri með- vitundarlaus. Hann jafnaði sig þó skjótt aftur. Hann lá á grúfu og fann, að eitt- hvað heitt og blautt rann niður eftir and- litinu. Þegar hann strauk hendinni um andlitið, sá hann, að hún var alblóðug- Svo fann hann, að það var stigið ofan a VoR|Ð 40

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.