Vorið - 01.02.1974, Blaðsíða 15
S: Þetta þóttist ég vita. Nafnið stend-
ur á hurðinni.
J II: Það var samt ekki víst að ég
væri Jón Jónsson. Ég gat til dæmis verið
frændi hans, eða þá bara skrifstofumað-
ur hjá Jóni.
S: En er þá ekki alveg öruggt að þér
heitið Jón Jónsson?
J II: Jú, jú, ég er hann.
S: Ágætt. Ég kem nefnilega frá bæjar-
fógetanum.
J II: Ha, eruð þér sendir frá bæjar-
fógetanum?
S: Já, alveg rétt, ég kem frá honurn.
J II: (Við áhorfendur og sjálfan sig).
Það hlýtur að vera vegna brunans. Hús-
ið var alveg óseljanlegt og einhvern veg-
inn varð ég að losa mig við það.
(Við S). Það er áreiðanlega ekki ég,
sem þér áttuð að finna. Það er líklega
hann Jón hérna á móti. (Stendur upp og
opnar dyrnar fyrir S). Talið þér bara við
lón. Hann er við núna, aumingja maður-
inn.
S: (Fer út á ganginn alveg utan við
sig. Á ganginum). Þeir eru meira en lítið
undarlegir þessir náungar. Eitthvað býr
undir. Líklega hafa þeir ekki sem besta
samvisku. — Hvorugur vill tala við mig,
~~~ en ég verð samt að reyna aftur. —
»Stattu þig nú Sveinki,“ sagði „bæsi“
Þegar hann fór af stað. (Ber aftur að dyr-
um hjá J I, opnar strax og gengur inn).
í I: Nú, hvað er þetta. Þér kominn
aftur?
S: Já, reyndar.
J I: Og hvað er yður nú á höndum.
S: Þér heitið Jón Jónsson.
J I: Já, auðvitað heiti ég Jón Jónsson,
en ég er ekki sá Jón, sem þér leitið að.
(Stendur upp og opnar dyrnar í annað
VOR|Ð
sinn). Út með yður, herra minn. Verið
þér sælir.
S: (Hefir aftur hrökklast út á gang-
inn). Það er alveg ómögulegt að fást við
þetta mannkerti. Ég reyni þá við hinn.
(Ber hjá Jóni II og gengur inn).
J II: Hvað í ósköpunum gengur á.
— Þér afturgenginn. — Ég meina, til
hvers komið þér aftur maður minn?
S: Hann Jón þarna fyrir handan er al-
veg ómögulegur. Þér eruð ábyggilega
rétti maðurinn.
J II: Nei, nei. Ég hefi sagt yður það í
eitt skipti fyrir öll að það er áreiðanlega
ekki ég, sem þér eigið að finna.
S: En þér heitið þó Jón Jónsson.
J II: Já, en ég þarf þó ekki að vera sá,
sem þér leitið að.
S: Ég kem sem sagt frá bæjarfógetan-
um ....
J II: (Órólegur). Já, já. Reynið þér
heldur þarna fyrir handan (bendir).
S: Það hefi ég nú gert tvisvar ....
J II: Reynið þér þá bara í þriðja sinn.
„Allt er þegar þrennt er.“ (Mjakar S
fram að dyrunum og vísar honum út).
S: (hristir höfuðið). Báðir jafn vit-
lausir. — Oh. Þetta er hræðileg vinna.
(Ber að dyrum hjá J I. Opnar, en kem-
ur ekki inn).
J I: Hvað? Kominn einu sinni enn.
Hvað á þetta að þýða, maður minn?
S: Ég kem frá bæjarfógetanum.
J I: Það hefi ég heyrt áður.
S: Erindið er að . . . .
J I: Kemur mér ekki við. — Sælir.
(Gengur að hurðinni. lokar við nefið á
S).
S: Aðeins eina tilraun enn, svo gefst
ég upp. (Bankar hjá J II).
J I: (Kemur út úr skrifstofu sinni og
15