Vorið - 01.02.1974, Blaðsíða 8
Þau fóru svo saman til að vitja
um músarholuna.
— Var kötturinn inni hjá ykk-
ur? spurði Fríða.
— Já, ég bað pabba að loka
hann inni, svo að hann deyddi
ekki fuglsungana.
— Þar varstu kænn. En hann
má heldur ekki deyða þá.
Enn gáfu þau músinni brauð
og ost. Og hún var iðin við að
tína það upp. Hún fór oft inn í
holuna, svo að hún hlaut að bera
það þangað inn. En þau Bragi og
Fríða lágu í grasinu og fylgdust
með öllum hennar ferðum.
Þannig liðu nokkrir dagar.
Þetta voru spennandiogskemmti-
legir dagar fyrir þau Braga og
Fríðu. Þau áttu ein þetta leyndar-
mál. Aldrei sáu þau nema eina
mús við holuna og vissu ekki,
hvort það var músapabbi eða
músamamma.
Einn morgun gaf Bragi mús-
inni hafragrjón. Mamma hans
hafði oft sagt, að hafragrautur
væri hollur. Um kvöldið sagði
einn vinnumaðurinn, að ekki
mætti gefa snjótittlingum hafra-
grjón, þegar þeir leita til byggða
á vetrum. Það væri skaðlegt fyrir
þá.
Þegar Bragi heyrði þetta, sá
hann eftir að hafa gefið músinni
hafragrjón. Kannski dæi hún af
þeim og ungarnir hennar.
Bragi barðist við þessar áhyggj-
ur sínar og þorði ekki að minnast
á þær við nokkurn mann. Ekki
einu sinni Fríðu.
Daginn eftir sáu þau enga mús,
þó að þau stráðu mat við holuna
og biðu lengi úti á holtinu.
Öttinn um að hafa unnið mús-
inni tjón nagaði samvisku Braga.
Honum fannst, að hann hafi fram-
ið ódæðisverk með því að gefa
músinni hafragrjón.
Hann svaf illa um nóttina af
þessari ástæðu. Hann sá fyrir sér
litlu, slétthærðu músina. Brúni
belgurinn hennar var svo falleg-
ur og hún var svo sakleysisleg a
svipinn.
Enn fóru þau Bragi og Fríða
morguninn eftir með brauð út að
músarholunni. Braga leið ekki
vel.Hann hafði hjartslátt.En þeg-
ar þau höfðu falið sig nokkra
stund í puntgrasinu uppi á holt-
inu, kom músin út úr holunni. En
hvað Braga létti við að sjá hana.
Það var þá ekkert að henni.
En nú var hún ekki ein á ferð.
Á eftir henni komu fjórir litlir
músarungar. Börnin hnipptu
hvort í annað og brostu af a'
nægju. Ekki voru ungarnir eins
fallegir og músamamma, en gam-