Vorið - 01.02.1974, Blaðsíða 11
•>f)f)f>f>f>f>f>ff>f>f>f>f>f>f>f>f>f>f>f>f>f>f>f>f>f)f>f>f>f>f>f>f)f>f)f>f>f)f>f>f>f>f>f)f>f>f>f>f>f>f>f>f>f)f>f>f>f>f>f)f>f>f>f>fjf
Kæru lesendur!
Með þessu fyrsta hefti Vorsins 1974, kemur blaðið út í nýj-
um búningi. Það stækkar um 8 síður, er prentað á betri og
hvítari pappír og það sem er e.t.v. mikilvægast, að letrið hefur
verið stækkað og ætti því að vera auðlesið fyrir yngstu lesend-
urna.
Þessar breytingar verða vonandi til að gera blaðið betra og
eftirsóknarverðara, en vinnan og undirbúningur hvers blaðs
verður óhjákvæmilega mun meiri. Kostnaður við útgáfu Vors-
ins hefur því hækkað og verður áskriftagjald því 340 kr. fyrir
1974. Vorið væntir þess að fastir áskrifendur taki þessum
breytingum vel. Gjalddagi áskriftagjalds er eftir sem áður 1.
maí. Ef greiðslur berast ekki fyrir þann tíma, verða sendir út
gíróseðlar og áskriftagjald innheimt + kostnaður.
Það eru þvi vinsamleg tilmæli að áskrifendur bregðist fljótt
við og sendi greiðsluna fyrir 1. maí. Það sparar okkur vinnu,
ykkur peninga.
Vorið
Bergstaðastr. 27 R.
Pósthólf 1343.
Sími: 10448.
Gíróreikningur Vorsins
er nr. 11343.
^*******************************)^-********************************