Vorið - 01.02.1974, Blaðsíða 37

Vorið - 01.02.1974, Blaðsíða 37
°xlina á honum. „Jæja, þá ert þú nú að ^ara heim aftur, drengur minn,£í sagði fám rödd og það mátti heyra enska hreiniinn í henni. Alek leit á veðurbarið andlit skipstjór- ans- „Góðan daginn, Watson skipstjóri,“ svaraði hann. „Já, nú er ég að fara heim, Cn það er nú löng leið. Fyrst fer ég til ^nglands með yður og þaðan fer ég svo lil New York með „Majestic.““ »Já, þetta verður svona fjögurra vikna Slgling, en þú ert nú orðinn ýmsu vanur, drengur minn og virðist líka ætla að þola sjóinn vel.“ »Já, ég var aldrei sjóveikur á leiðinni ól Indlands og samt var nú stundum Veltingur,“ sagði Alek drýgindalega. »Hvenær fórst þú af stað til Indlands, drengur minn?“ . »1 júní. Ég var samferða einum kunn- lngja föður míns, og hann fylgdi mér til jænda míns í Bombay. Pekkið þér ekki Nalph frænda? Hann kom með mér um b°rð og talaði við yður.“ »Jú, mikil ósköp, ég þekki hann Ralph r^nda þinn. Hann er merkismaður. Og nn átt þú að ferðast þetta allt einn þíns hðs?“ »Já, skólinn byrjar í næsta mánuði og ba verð ég að vera kominn heim.“ . ^kipstjórinn brosti og tók undir hönd- 1Ila á Alek. „Komdu með mér,“ sagði ann, „nú skal ég sýna þér, hvernig við stÝrum svona skipi og hvernig vélarnar starfa/1 Skipstjórinn, stýrimennirnir og allir borð voru mjög góðir við Alek, en b,minn var lengi að líða og ferðin var til- reytingalaus. Loks sigldi skipið inn á ^enflóa og síðan inn á Rauðahafið. ‘dúabeltissólin var brennandi heit. R I Ð „Drake“ skreið meðfram Arabíu- ströndinni — allt var endalaus eyðimörk, glóandi sandur. Alltaf þegar Alek horfði til lands, minntist hann þess, að frá Ara- bíu koma bestu hestar heimsins. Skyldi nokkurn mann dreyma eins mikið um hesta og hann? Honum fannst hesturinn vera fremstur allra dýra jarðarinnar. Og svo rann upp dagurinn, þegar „Drake“ tók stefnuna inn í litlu höfnina í Arabíu. Pegar skipið nálgaðist hafnar- garðinn, sá Alek mikinn mannfjölda, ið- andi, svartan múg, og það var eins og þarna flæktist hver fyrir cðrum, másandi og blásandi. Það leit ekki út fyrir, að það væri daglegt brauð að sjá skip leggja að landi á þessum stað. Þegar landganginum hafði verið kom- ið fyrir, sá Alek hvað um var að vera þarna á bryggjunni. Fólkið þyrptist sam- an í hnapp á henni miðri. Svo kvað við hár hvinur skerandi, nístandi. Alrdei hafði hann heyrt annað eins hljóð. Hann sá risastóran svartan hest, sem reis upp á afturfæturna og lamdi framfótunum út í loftið. Hvítt klæði var bundið fyrir * augun á hestinum. Fólkið forðaði sér í allar áttir. Freyðandi svitinn lak niður síðurnar á hestinum; það skein í stórar tennurnar. Petta var risavaxin skepna, kolsvört — allt of stór, engin arabískur, hreinkynj- aður hestur var svona stór. Faxið, svart og mikið, bylgjaðist niður fagurlagaðan hálsinn. Höfuðið var lítið — einkenni villta hestsins. Fetta var fegursta skepna, sem Alek hafði augum litið — honum stóð ógn af þessum villta krafti, en hann gat ekki leynt aðdáun sinni á folanum. Nú hneggjaði hesturinn aftur og reis upp á afturfæturna. Alek ætlaði ekki að 37

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.