Vorið - 01.02.1974, Blaðsíða 28

Vorið - 01.02.1974, Blaðsíða 28
Ævintýri Tomma Nú á tímum kemur nafnið, Samuel Langhorne Clemens, víst fæstum mjög kunnug' lega fyrir sjónir. Hið sama var líka um það að segja fyrir um það bil eitt hundrað ár- um — eiganda þessa nafns til sárrar gremju — komst hann þá að þeirri niðurstöðu, uð heppilegast væri að taka upp annað nafn. Eftir að skólagöngu lauk lærði hann prent- iðn, um skeið vann hann þó fyrir sér sem leiðbeinandi fljótabátanna á MissisipP1' fljótinu; hann gerðist einnig gullgrafari í Nevada og lagði fyrir sig blaðamennsku 1 borginni Virginíu. Undir fyrstu smágreinarnar sínar setti hann orðin MARK TWAlbl sem þýða, mælast tveir (faðmar dýpis), til minningar um störf sín á fljótabátnunr. E1 fram liðu stundir, vildu lesendur ólmir lesa meira eftir þennan herra Mark Twain. Hann kunni sem sé tökin á því að skrifa — hann skrifaði svo skemmtilega. Á fáuu1 árum varð úr þessu ritmennska-------- ein sú athyglisverðasta á sínu sviði. Hemingv/ay segir að öll bandarísk ritmennska nútímans eigi rót sína að rekja til Mark Twain5- Sagan ÆVINTÝRI TOMMA er í dag talin sígilt verk, unaðslega skemmtileg, hjarta- hlý og mannelsk frásögn af lífi og heimi ungs drengs. í þessu blaði mun hún nú enU' ursögð með myndskreytingum eftir Mogens Juhl sem í anda sögunnar, endurspeg'a liðna tíð í Bandaríkjunum — en rúma þó sígild sjónarmið. Unið ykkur nú hið besta við ÆVINTÝRI TOMMA og fylgist með þeim til endaloka hér í blaðinu.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.