Vorið - 01.02.1974, Blaðsíða 16
staðnæmist í ganginum. Horfir á S). Ha,
- ha, — ha.
} II: (Kemur út úr sinni skrifstofu.
Bendir á } I). Það er þessi }ón, sem þér
þurfið að finna fyrir bæjarfógetann.
S: Nei, hættið þér nú. Þar sem ég hefi
ykkur nú báða hjá mér mætti ég kannski
bera upp erindið.
}ónarnir: }æja, komdu þá með það.
S: Ég leita að }óni }ónssyni.
} I: Og það er hann. (Bendir á }ón II).
J II: Nei, það er hann. (Bendir á J I).
S: Ég átti að finna Jón Karl Jónsson.
Heitið þér Jón Karl?
} I: fá, reyndar heiti ég }ón Karl, en
hann heitir það líka. (Bendir á } II).
} II: Ja, ég get ekki neitað því, en ég
er viss um að það er þessi, sem þér eigið
að finna (bendir á } I). Bæjarfógetinn á
ábyggilega ekkert erindi við mig.
S: Nú gefst ég alveg upp. Það er von-
laust að tala lengur við ykkur, herrar
mínir. Þið eruð báðir eins. Annars átti
ég að láta }ón Karl Jónsson vita að
frændi hans í Ameríku er látinn og að
hann arfleiddi }ón að 100.000 dölum . .
f I. Ágætt, það er ég.
} II: Nei, ekki aldeilis, það er ég . . .
S: Nú, en þar sem báðir herrarnir
hafa hvað eftir annað neitað því að vera
sá maður, sem ég átti að finna, þá renna
peningarnir til hælis fyrir gamla úti-
gangsketti. Verið þið sælir, herrar mínir.
} I: Ah . . . . erki hálfviti.
| II: Grasasni.
T jctldið.
Lausl. þýðing: Tryggvi Porsteinsson
Hundurinn hann Snati.
Einu sinni var gömul kona,
sem átti hund. Hundurinn hét
Snati. Snati var góður hundur.
Hann átti rauða skál, sem konan
gaf honum. Einn góðan veðurdag
var Snati svo þyrstur, að hann fór
fram í eldhús og fór að hoppa
upp um gömlu konuna, og þá vissi
gamla konan að hann væri þyrst-
ur, og þá varð gamla konan að
gefa Snata mjólk í litlu, rauðu
skálina. En þegar Snati var búinn
að drekka mjólkina sína, þá kom
svolítið fyrir. Skálin dettur á
hvolf og brotnar. Og greyinu hon-
um Snata brá svo, að hann datt
og meiddi sig í rassinum.
Um kvöldið, þegar gamla kon-
an kom heim, brá henni nú aldeil-
is í brún, þegar hún sá að rauða
skálin lá öll í þúsund molum, en
greyið Snati hafði falið sig á bak
við sófa. Snati ætlaði að fara
burtu, þegar hann sá reiðisvip
gömlu konunnar. Snata langaði
út. Hann hljóp undán sófanum og
á útidyrahurðina. Þegar konan sa
Snata, þá datt henni í hug að hann
vildi fara út. Þá fór hún fram á
gang og opnaði fyrir honum-
Snati hljóp eins og fætur toguðu
út.
Ásgerður Einarsdóttir, 8 ára.
16
VoRl°