Vorið - 01.02.1974, Blaðsíða 26
Og síðan lagði hann af stað með nesti og nýja skó. Hann leit-
aði lengi í skóginum, en fann ekkert. Loks kom hann að lítilli
lind og sá að þar var lítill dvergur, sem var að smíða hús handa
sér. Stefán bauð góðan daginn og sagðist heita Stefán, og þá
leit dvergurinn við og sagði: „Góðan daginn. Og ég heiti nú Jói
og er skógardvergur. Hvaða erindi átt þú hér góði minn,“ sagði
Jói.
„Ég er að leita að lítilli stúlku, sem heitir Hjördís. Hún týnd-
ist fyrir 3 dögum,“ sagði Stefán.
„Nú já, ég veit hvar hún er niður sest. Ég skal gefa þér blað
með kvæði, sem getur vakið hana. Það er svona:
Vaknaðu væna
vaknaðu nú
komdu og klæddu
þig í skóna.
Og þá mun stúlkan birtast fyrir framan þig og leiddu hana
þá heim til föður hennar, skilurðu mig.“
„Já,“ sagði Stefán, „en hvar á ég að kalla þetta kvæði?“
„Þú kallar það þegar þú ert kominn að 30. trénu í skógin-
um.“
„Á ég þá að fara í gegnum 30 tré?“
„Já,“ sagði dvergurinn, „og vertu nú bless.“
Og Stefán lagði af stað. Þegar hann kom hjá 30. trénu, sagði
hann:
Vaknaðu væna, vaknaðu nú,
komdu og klæddu þig í skóna.
Þá birtist Hjördís og sagði: „Taktu í hönd mér og leiddu mig
til föður míns.“
Stefán gerði það og þegar hann kom heim til föður litlu stúlk-
unnar, sagði faðir hennar að hann ætti að fá hús sitt, því að
hann væri alveg að deyja og hann ætti líka að fá dóttur sína
fyrir konu. Og þau giftust og lifðu konungslífi, en foreldrar
Stefáns höfðu dáið úr veikindum, og þannig endar sagan.
26
VOR|{?