Bjarmi - 01.10.1967, Síða 4
450 ára
óiÁbótar-
SIDBÚT
LÚTHERS
OG
VORIR
TlMAR
Hallarkirkjan í Wittenberg. —
Fyrir miðju sjóst dymar, þar
sem Lúther festi upp grein-
arnar 95.
Stærsta útgáfa af verkum
Lúthers er 100 bindi í fjórð-
ungsbroti. (Alls mun hann hafa
samið yfir 400 rit). Lúther
skrifaði alls ekkert af ritum sín-
um til þess að afla sér frægðar
eða fjár. Hann fékk ekki eyri
fyrir rit sín, enda þótt mörg
þeirra væru gefin út í ótal út-
gáfum. Ástæðan er sú, að Lút-
her er í hópi þeirra manna, sem
skipuleggja ekkert, en taka
hverri áskorun og því sem að
höndum ber jafnharðan og það
kemur. Hann var, svo að notuð
séu orð hans sjálfs, „teymdur
áfram eins og blindaður hest-
ur“.
Hreyfingin, sem hann hratt af
stað, skók Evrópu að grunni.
Hvílík ábyrgð hvílir ekki á þeim
manni, sem veldur jafnmikilli
ólgu og baráttu eins og siðbótin
gjörði. Lúther var samt reiðu-
búinn að taka ábyrgðina á því,
ekki vegna þess, að honum fynd-
ist hann styrkur í eigin mætti
heldur af því, að hann var
sannfærður um, að ósýnilegur
máttur hefði tekið hann í
þjónustu sína, og sá mátt-
ur væri sannleikurinn. Hreyf-
ingin heppnaðist almennt séð
framar öllum vonum. Samt var
honum vel ljóst, að hann hafði
engu af að státa. Sannleikur-
inn varö að koma fram í dags-
ljósið. Ef engir aðrir vildu ljá
honum munn sinn, varð hann
að gjöra það. Lúther sagði eitt
sinn í prédikun: „Ég rís gegn
páfanum, aflátssölunni og öll-
um áhangendum páfans, en án
valdbeitingar. Ég hefi aðeins
ritað og prédikað orð Guðs,
annars hefi ég ekkert gjört.
Og það orð hefur, á meðan ég
svaf eða drakk Wittemborgar-
öl með honum Filip mínum
(Melanchton) og Amsdorf, kom-
ið því til leiðar, að páfadæmið
er orðið svo veikt, að enginn
þjóðhöfðingi eða keisari hefur
getað valdið því jafnmiklu tjóni.
Ég hef ekki gjört þetta. Orðið
hefur komið þessu öllu til leið-
ar.“
Enginn samningama&ur.
Lúther var harðskeyttur og
beinskeyttur, þegar því var að
skipta. Málamiðlun og hálf
lausn var honum ekki að skapi.
Sá einn, sem er algerlega sann-
færður inn að innstu rótum sál-
ar sinnar og fórnar öllu, brýzt
í gegn eins og Lúther og sigrast
á allri andstöðu. Hann gat verið
óheflaður og tillitslaus bæði
gagnvart vinum og fjandmönn-
um, þegar sannleikurinn var í
húfi. Hann var enginn dýrling-
ur og hefur aldrei talið sig vera
það. En hann var gegnheiðar-
legur og sannur. Þegar Lúther
er lesinn, finnur lesandinn: Hér
er ég í félagsskap manns, sem
lifði án nokkurrar hræsni eða
tilgerðar.
Lúther var af bændaættum og
var að vissu leyti óheflaður
bóndi alla ævi. Málfar hans var
djarflegt, já, oft óheflað. Það
er ótrúlegt, hvað hann gat látið
sér um munn fara í svonefnd-
um borðræðum sínum. Hann
þeytir verstu skammaryrðum
gegn andstæðingum sínum, en
hann var alltaf hranalegur mál-
efnisins vegna. Hann var ætíð
reiðubúinn að hendast út í götu-
ræsin til þess að aðstoða þann,
sem var hjálparþurfi.
Innri tengsl rofna vi& Róm.
Sú þróun varð fyrir baráttu
hans í klaustrinu. Vér könnumst
úr mannkynssögunni við þá at-
burði, sem urðu til þess, að hann
gekk í klaustur. Meginatriði
málsins er glíma mannsins við
Guð, sjálfan sig og alla lífsskoð-
un samtíðarinnar. Barátta Lút-
hers í klaustrinu til þess að
finna náðugan Guð er alveg
jafn stórkostleg og för hans til
Worms og framkoma hans á
ríkisþinginu þar, gagnvart öll-
um mestu valdhöfum þeirra
tíma. — Spurningin um Guð
var vandamálið mikla fyrir
þeirra tíma mönnum, og það
var í fyllstu alvöru lífsvanda-
mál Lúthers sjálfs.
Lúther hafði hlotið strangt
uppeldi. Hann lærði snemma, að
4 II.IAKMI