Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.10.1967, Qupperneq 26

Bjarmi - 01.10.1967, Qupperneq 26
450 ára sidbóta rafmœli Siðbót Lúthers Framhald af bls. 8. minni“ kenna oss, að megin- atriði kristindómsins séu þessi: 1. Kjarnaorð Gamla testa- mentisins, boðorðin tíu, útskýrð í ljósi Fjallræðunnar. Lúther er sammála Gyðingum í því, að „annað hvort er Guð vellingur, sem vér drukknum í, eða hann er stórkostleg skuldbinding.“ 2. Kjarnaorð Jesú sjálfs: „Faðir vor“, aðgöngumiði sekra og fátækra að Guði. 3. Tvær athafnir, tengdar dauða og upprisu Jesú: Skírnin og kvöldmáltíðin. Lúther réðst enn harðar á þann kristindóm, sem sleit tengsl við guðsþjón- ustu, boðun orðsins og sakra- mentin tvö en á páfakirkjuna. 4. Svar kristins safnaðar við því lifandi orði, sem sífellt hljómar í fagnaðarerindinu og sakramentunum: „Ég trúi“. Það er játning postulanna. Lúther og vorir tímar ríghélt við fornkirkjugrundvöll kristindómsins. Rétllœling ógnðlegra fyrir trúna eina. Það sem er megineinkenni á túlkun Lúthers á þessum grund- velli kristins safnaðar á öllum öldum birtist í kenningunni um réttlætingu syndarans fyrir trúna eina. Raunverulega er Lúther aðeins með eina hugsun: Guð fyrirgefur syndir. Svo er það sitt hvað að nota orðin og skilja hvað fyrirgefning synd- anna er, þegar í nauðirnar rek- rekur; hvað það orð segir mér í vandamálum mínum, afstöðu minni til sta.rfs míns, með- bræðra minna og sjálfs mín. Lúther gat sjálfur sagt: Ég get aldrei sjálfur lokið við frum- atriði kristindómsins. Ég held sjálfur fast um orðið um fyrir- gefningu syndanna eins og hald- ið er um sporð á ál. Hann var hvort tveggja í senn öruggur og óhagganlegur og áleit, að kristinn maður, sem veit ekki hverju hann trúir, sé kominn langt brott frá sannleik- anum. Jafnframt er hann leit- andi og spyrjandi, umfram allt gagnvart Guði og öllu, sem varð- ar heim trúarinnar. • Aðslaða ónýtt. Vér leitumst allir við að skapa oss góða aðstöðu, árangur, tákn stöðu vorrar. Innsti kjarni þess- arar viðleitni er, að vér leitumst sífellt við að réttlæta sjálfa oss. Þegar Lúther segir, að maður- inn réttlætist fyrir trúna eina, felst í því, að öll tákn stöðu vorrar (bæði trúarleg og verald- leg) eru brotin niður og vér svipt þeim. Vér eigum að nota oss hlutina, en ekki byggja á þeim eða treysta þeim, segir Lúther aftur og aftur. Gagnvart Guði (þ. e. a. s. í eina raunveru- leikanum), stendur maðurinn sem tómhentur betlari. Allri hrósun og gorti er lokið. Von mannsins er fyrir utan sjálfan hann, í miskunn Guðs. Fagnað- arerindið vill sannfæra oss um, að miskunn Guðs er innsti raun- veruleiki lífsins og uppspretta allrar lífsdjörfungar og á því að geta boðið byrginn öllu, sem skelfir manninn og fyllir lífið örvæntingu. Maðurinn tekur afturhvarfi, snýst, fyrir fagnaðarerindið frá þessari hörmulegu þörf á að réttlæta sjálfan sig. Líf manns- ins eignast nýja þungamiðju. Hún er ekki framar „ég“, heldur „þú" og ,,vér“. — Þegar vér komum til Guðs til að færa hon- um góðverk vor að gjöf, segir hann: Ég þarf ekkert á þeim að halda. Hins vegar stendur ein- hver rétt hjá þér, sem þarf á þeim að halda. Það er náungi þinn. Gefðu honum þau! Krist- inn maður á að vera „náunga sínum Kristur". Þetta er óneit- anlega djörf ræða. Markið er sett hátt, en það leiðir að minnsta kosti í ljós, að Lúther hefur ekki aðhyllzt svonefnda óvirkni. Trúin verður sífellt að 2« ttJARMI

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.