Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.10.1967, Side 28

Bjarmi - 01.10.1967, Side 28
Kristniboðsvinir kvaddir Frú Margrét Th. Jónsdóttir Frú Margrét Th. Jónsdóttir, Háagerði 91, andaðist þann 13. ágúst s. 1. Hún var fædd að Gils- fjarðarbrekku 13. maí 1907 og ólst þar upp. Á bernskuheimili sínu vandist hún guðhræðslu og bænrækni. — Ólafur Ólafsson, kristniboði, hefur frá því sagt, hve gleði hans varð óvænt, ér hann kom á bernskuheimili hennar, þegar hann ferðaðist um landið við fyrri heimkomu sína frá Kína, og öll fjölskyld- an að Gilsf jarðarbrekku kraup til bænar inni í baðstofunni. — Slíku hafði hann ekki átt að venjast hér á landi, en þekkti frá erlendu kristnilífi. Margrét Jónsdóttur var trú- hneigð í blóð borin, og segja má, að kærleikur til málefnis Drott- ins hafi einnig verið henni í blóð borin. Það var því hið eðlileg- asta af öllu, er hún flutti til Reykjavíkur, að hún leitaði til þeirra staða, þar sem Guðs orð var boðað og samfélag var um orðið og bænina. Hún tók þátt í kristilegu starfi og guðsþjón- ustum, eftir því sem tök voru á, og var sífús til þess að vitna um Drottin sinn, hvenær sem færi gafst. Hún fyrirvarð sig ekki fyrir fagnaðarerindið. Kristniboðið átti óskiptan kærleika hennar, bæði kristni- boðið í Kína, meðan íslenzkir kristniboðar störfuðu þar, og eftir að íslenzka kristniboðs- stöðin var reist í Konsó, bar frú Margrét starfið þar mjög fyrir brjósti í fyrirbæn og fórn. Hún var ein þeirra, sem hafði fasta reglu á gjöfum sínum til kristni- boðsins. Mörg síðustu árin safn- aði hún í baukinn sinn og kom reglulega með gjöfina, sem venjulega var kvittað fyrir með heitinu „Or svíninu“, svo sem baukurinn gaf tilefni til. Frú Margrét átti það eðli læri- sveinsins, sem ósjálfrátt sýrði út frá sér, þótt lítt bæri á. Þess varð ég var bæði er snertir gjafir til kristniboðsins og einn- ig að koma ,,Bjarma“ til fleiri, svo að þeir gætu fylgzt með starfinu í Konsó og orðið traust- ari stuðningsmenn þess. Margrét átti og lengi við van- Gísli H. Sigurðsson Þann 5. ágúst s. 1. lézt Gísli H. Sigurðsson, fyrrv. póst- og símstöðvarstjóri í Bolungarvík, en því starfi hafði hann gegnt í 24 ár, er hann flutti til Reykja- víkur árið 1944. Starfaði hann eftir það í endurskoðunardeild Póstmálaskrifstofu Islands, unz hann lét af störfum í október í fyrra. Gísli Hannes Sigurðsson var fæddur að Látrum í Aðalvík 8. nóv. 1888, og var því tæpra 79 ára að aldri, er hann lézt. Hann hafði all-mörg undanfarin ár átt við heilsubrest að stríða. Það er ekki ætlunin að rita hér langa minningargrein um Gísla H. Sigurðsson. Það hefði ekki verið að vilja hans. Hins vegar er ekki annað unnt en að heilsu að stríða, en sótti styrk til þess Drottins, sem hún þekkti af eigin raun. Síðustu tvö ár dvaldi hún nokkrum sinnum á sjúkrahús- um og vissi vel, að hverju stefndi. Hugró hennar og friður var sterkur vitnisburður þeim, sem vottar urðu. að. Ljóð, sem eftir hana birtist í 4.—5. tbl. Bjarma þessa árgangs, og nefnist „Traust“, ber hugarró hennar og trú fagurt vitni. Hún var í hópi trúfastra, fyrir- biðjenda og vann þannig mikið starf, sem Guð einn þekkir. Við leiðarlok er hennar minnzt með hlýju þakklæti. Margi'ét var gift Páli Odds- syni, trésmið, og áttu þau börn, sem lifa móður sína. Blessuð sé minning hennar. Bjarni Eyjólfsson. minnast hans í blaði eins og „Bjarma“, því að Gísli var einn af einlægustu og trúföstustu kristniboðsvinum hér á landi um áratugi. Um þrjátíu ára skeið höfum við útgefendur „Bjarma“ staðið í sambandi við hann, vegna sameiginlegrar trú- ar og frábærs kærleika hans til kristniboðsins. Meðan hann bjó í Bolungarvík, greiddi hann og heimili hans fyrir starfsmönn- um Kristniboðssambandsins, er þeir voru á ferðalagi og héldu samkomur í Bolungarvík. Eftir að þau hjónin Gísli og Karólína Ólöf Guðbrandsdóttir fluttu til Reykjavíkur, var hann meðlim- ur í Kristniboðsfélagi karla og sótti þar fundi, meðan heilsan leyfði. Gísli hafði fasta reglu á skerf þeim, sem hann lét kristniboðið njóta. Ákveðnum tekjuhluta var safnað saman, unz kominn var að hans dómi tími til þess að koma framlaginu til skila. Og það var alltaf jafn hrífandi að taka við gjöf hans til kristni- boðsins. Augu hans ljómuðu af fögnuði og þakklæti. Það voru honum heilög forréttindi að fá að koma með gjöf sína. Og alltaf fylgdu gagneinlæg og hlý orð 2« II .1 A It M I

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.